ABC fréttir: Herinn skipulagði hryðjuverk

Á fyrri hluta sjöunda áratugar síðustu aldar skipulögðu topp menn í bandaríska hernum aðgerðir þar sem saklausir borgarar yrðu drepnir og ofbeldisfull hryðjuverk framin til þess að vekja upp stemmningu fyrir stríði gegn Kúbu.

Northwoods verkefnið voru þessar áætlanir kallaðar og þar létu menn sig dreyma um að sökkva bátum með kúbönskum flóttamönnum úti á rúmsjó, ræna flugveálum, sprengja upp bandarísk skip og jafnvel fremja ofbeldisfull hryðjuverk í bandarískum borgum.

Þetta er bein þýðing á fyrsta hluta greinar sem birtist í ABC News 1. maí 2001.  Þar er verið að fjalla um skjöl sem urðu opinber 40 árum eftir að þau voru merkt sem leyndarmál (þeir hefðu átt að nota 120 ár eins og íslenska kvislingastjórnin).

Áætlunin var komin með grænt ljós upp í hæstu toppa í hernum, en Kennedy þvertók fyrir að hrinda henni í framkvæmd.

Sá sem tók við af honum, Lyndon B. Johnson, var opnari fyrir hugmyndum af þessu tagi, atvikin á Tonkinflóa voru sviðsett til að sannfæra almenning um nauðsyn þess að fara í stríð í Víetnam.

Northwoods skjölin eru aðgengileg á netinu fyrir hvern sem vill kynna sér málið.  Greinin er einnig á netinu, tengill hér að neðan. 

Þeir sem þekkja ekki söguna eru dæmdir til eilífrar vistar í vantrúarlandinu, í endalausum pirring yfir tilviljunum, óheppni og vanhæfni, í stað þess að tengja punktana og sjá heildarmyndina.

http://abcnews.go.com/US/story?id=92662&page=1

Northwoods skjölin

http://www.net4truthusa.com/operationnorthwoods.htm

Færðu inn athugasemd