Breytt Kryppa

Vefurinn Kryppa.com var opnaður í janúar 2010 og hefur því verið starfræktur í næstum tvö og hálft ár. Á þeim tíma hafa birst á fjórða þúsund pósta og umferð um vefinn hefur smám saman aukist.

En nú er komið að breytingum á formi vefsins. Þeir sem duglegastir hafa verið að skrifa hafa nú minni tíma aflögu og tekjurnar af starfseminni eru engar.

Það hefur lengi verið álitamál hjá ristjóra hvort stefna eigi inn á efnistök sem sópa meiri traffík að vefnum. Taka þátt í dægurþrasinu, það eru ákveðin málefni sem allir virðast vera að skrifa um á hverjum tíma og furðulegt nokk, það trekkir mest að skrifa um það sama og hinir. Önnur mál sem okkur þykja mun mikilvægari vekja almennt ekki áhuga, þau eru þung, engar ókeypis pizzur eða hresst séð og heyrt fólk ageterar fyrir þeim og mörgum fallast hendur, eða finnst þeir ekkert geta gert og vilja því bara bíða eftir því að Jesú Kristur, Davíð Oddson eða Rambó komi og lagi allt fyrir þá.

Það er þó ákveðinn hópur sem fylgist með kryppu og við þökkum viðkynnin og hvetjum þá til að halda áfram í þekkingarleit og jákvæðum samfélagsbreytingum.

Kryppan er ekki hætt, en það verður mun minna af frumsömdum eða þýddum greinum.

Þess í stað mun ristjóri eyða þeim tíma sem hann hefur til að hafa tengla á helstu mál sem eru að gerjast í bandarískum og alþjóðlegum fréttum og skrifa kannski pistla einstaka sinnum.

Að auki birtast svo fyrirsagnir frá ýmsum fréttaveitum sjálfkrafa, og reynt verður að bæta framsetningu þessa sjálvirka efnis á næstu vikum.

Gleðilegt sumar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s