Hrunið var formsatriði

Geir Haarde var harðorður í garð Landsdóms eftir að hann var fundinn sekur í sakamáli dómsins gegn honum fyrir að brjóta 17. grein stjórnarskrárinnar og taka eina verstu efnahagsvá sem Ísland hefur staðið fyrir ekki fyrir á fundum ríkisstjórnarinnar þó margra mánaða fyrirvari hafi verið til þess.

„Það er sakfellt, fyrir eitt smáatriði í þessu,“ þrumar sakamaðurinn reiðilega í fréttaupptöku RÚV sem send var út í kvöld klukkan 18, en í bakgrunni má heyra í einmanna mótmælenda berja búsáhald og blása í flautu af mikilli gleði.

„… og þetta smáatriði, er formsatriði,“ bætir Geir við og skömmu síðar, „…sá dómur, er fáránlegur, og reyndar aðeins meira en það, hann er sprenghlægilegur.“

Svo heldur hann áfram að ausa úr skálum reiði sinnar með allskyns samsæriskenningum um það hvers vegna hann var fundinn sekur í einum lið en sýknaður af 3, auk þess sem tveimur var vísað frá.

Það sem er fáránlegt í þessu eru ekki þessi lagatæknilegu smáatriði sem hinn dæmdi hengir sig í, heldur hitt að honum finnist það formsatriði að halda ríkisstjórnarfundi um verstu efnahagsvá frá stofnun lýðveldisins.

Hann hefur ef til vill talið það voðalega sniðugt á sínum tíma að hafa sem minnst á formlegri dagskrá og sett formlega á blað, en nú kemur það í bakið á honum.

Ríkisstjórn í lýðveldi er ekki ætlað að starfa sem einhvers konar samráð tveggja eða fáeinna einræðisherra sem stýra landinu að geðþótta með munnlegum tilskipunum.  Það er ástæða fyrir því að halda fundi og halda fundargerðir.  Ástæðan er einfaldlega sú að menn séu ábyrgir fyrir ákvörðunum sínum.

Geir virðist hafa veðjað á að sem minnst pappírsslóð myndi jafngilda því að ekki væri hægt að hengja ábyrgð á neinn.

En hann endaði á því að axla alla ábyrgðina sjálfur, þó refsingin sé væg (engin) og rándýr málsvörnin lendi á ríkissjóði.

Hér er 17. grein stjórnarskrárinnar:

17. grein

Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni. Svo skal og ráðherrafund halda, ef einhver ráðherra óskar að bera þar upp mál. Fundunum stjórnar sá ráðherra, er forseti lýðveldisins hefur kvatt til forsætis, og nefnist hann forsætisráðherra.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s