Þór Saari þurfti ekki að biðjast afsökunar

Þór Saari lét „pólitískt röng“ ummæli falla, eftir að argur og svekktur skuldari reyndi að drepa framkvæmdastjóra innheimtustofnunnar með hnífaárás.  Hávær kór gaus upp á móti Þóri og hann baðst svo afsökunar þó hann hafi í raun ekkert sagt ósmekklegt eða ósatt.

Inntak pistils Þórs var á þá leið að þó flestum sé það sem betur fer óskiljanlegt að fólk reyni að drepa annað fólk vegna inngróins óréttlætis og skjaldborgar um hagsmuni fjármálaeigenda gegn fólkinu, þá ætti fólk ekki að vera hissa á því að upp úr sjóði.

„Samfélag þar sem ósanngirni, óréttlæti og jafnvel hrein glæpamennska viðgengst þar sem yfirvöld hafa gefist upp fyrir ástandi sem þau ráða ekki við vegna skilningsleysis, kjarkleysis og þvergirðingsháttar æðstu ráðamanna. Slíkt samfélag mun fyrr eða síðar verða dómstól götunnar að bráð hvort sem mönnum líkar vetur eða verr.“

Í dag trylltist karlmaður á skrifstofu sýslumannsins í Keflavík og hótaði starfsfólki með grófum hætti.  Hann lét fúkyrðin rigna yfir starfsfólkið, en virtist svo fá hugmynd og kvaddi með þeim orðum að hann ætlaði að koma aftur og taka Breivik á þetta.

Lögreglan hafði uppi á manninum, en ekki vildi betur til en að hann var enn trylltur eftir að ræða mál sín við áhugalaust starfsfólk sýslumannsins og kann að hafa skallað eða barið lögregluþjón með þeim afleiðingum að nef hans brotnaði.

Heimildir kryppu herma að ástandið í Reykjanesbæ sé ekki gott og margir pirraðir og viðskotaillir, kannski einmitt eftir að sjá endalaus dæmi um hvernig réttarkerfið og stjórnvöld þjóna góðborgurunum, en þjarma að venjulega fólkinu og dregur sífellt fleiri niður í svaðið með verðbólgu, verðbótum og okurvöxtum.

Vandamálið hefur verið fryst um hríð, en nú er farið að þiðna og þá súrnar geðið hjá mörgum sem fylgjast með ruglinu halda áfram og lesa um hvernig dæmdir samráðsþrjótar njóta samúðar og fá hugsanlega margfaldar skaðabætur frá ríkinu en á sama tíma eru allir topparnir saklausir af pólitískri ábyrgð af hruninu og hrunþingmenn hafa hægt og hljótt snúið til baka til „þjónustu“ við þjóðina eftir að hafa vikið meðan allt var á suðupunkti.

Vorið er að koma, en undan frosthjúpnum gýs fýla.

Sérhæfðu sig í skortstöðum

Trylltist hjá sýslumanni: Kem aftur og tek „Breivik á þetta“

Vilhjálmur tók sér 240 milljóna arð

Forstjóri Olís: „Réttlætið sigraði að lokum“

Domino’s fékk 1500 milljóna afskrift

Tóku 600 milljónir í arð til Lúxemborgar fyrir árið 2008

Hagnaður Íslandsbanka nam 1,9 milljörðum króna

Sjö hundruð íbúðir sjóðsins eru auðar

Þjóðin hefur borgað stjórnmálaflokkum 2 milljarða

Bankamenn hækkuðu mest í launum á milli ára

Á ekkert eftir þegar hann er búinn að borga leiguna

… þetta er það sem dynur yfir okkur á 5 dögum…

 

 Myndin er tekin á fundi Hreyfingarinnar um sjávarútvegsmál á Ránni, Reykjanesbæ, þann 4.3.2012

Grein Þórs Saari:
http://blog.eyjan.is/thorsaari/2012/03/06/ad-skilja-ekki/

 

Ein athugasemd við “Þór Saari þurfti ekki að biðjast afsökunar

  1. Hjálpar ekki að lenda á sömu afgreiðslukonu hjá sýslumanni og ég hef í tvígang, aldrei upplifað jafn stífa og óvingjarnlega þjónustu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s