Geislun „mun meiri en búist var við“

Mynd: Petr Kratochvil

Geislun frá Fukushima er „mun meiri en búist var við og neikvæð áhrif hennar munu koma fyrr í ljós heldur en frá Chernobyl… og þau verða verri,“ segir líffræðingur við NSNBC fréttastöðina.

Líffræðingurinn er að tala sérstaklega um fuglalíf og áhrif geislunar á slysasvæðunum Chernobyl og Fukushima á heilbrigði og lífaldur fugla sem koma til baka á geislavirkar varpstöðvar.

„Chernobyl svæðið er eins og niðurfallssvelgur fyrir fuglastofninn, eða lífræðileg gildra, fuglarnir koma til baka árlega en við það minka lífslíkur þeirra,“ segir Tim Mousseau, einn af höfundum skýrslunnar frá háskóla Suður Karólínu við msnbc.com.

„Chernobyl er með öðrum orðum ekki sá Eden aldingarður fyrir lífríkið eins og sumir hafa haldið fram,“ og vísar þar í kenningar öfgasinnaðra mannræktarsinna og fólksfjöldafóbíukreddukarla sem telja að mannkyn sé krabbamein á jörðinni sem þurfi að skera burt.

Höfundar rannsóknarinnar segja geislun í kring um Fukushima mun verri heldur en búist var við og áhrif hennar muni fyrr koma í ljós og verða verri heldur en í kring um Chernobyl.

Það eru þó nokkur atriði sem ekki er talað um í frétt msnbc.

Til dæmis er ekki verið að skoða hafið unan ströndum Fukushima, en gríðarlegt magn af geislavirkum efnum barst út í hafið með kælivatni og úrfelli sem blés að mestu af landi og féll niður í hafið.

Það er heldur ekkert talað um áhrif þessarar mengunar í sjó og á landi á fólkið í Japan og á vesturströnd Bandaríkjanna, jafnvel á öllu norðurhveli.

Fewer female birds after Chernobyl, study finds; same true at Fukushima?

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s