Einhver hefði kjaftað, er það ekki?

 

Myndu sérsveitarmenn sem taka þátt í að grafa undan lýðræðislegum ríkisstjórnum á erlendri grund, meðal annars blóðugum uppreisnum eins og þeirri sem velti Salvador Allende forseta Chile úr stóli árið 1973, myndu þeir hika ef þeim væri skipað að taka þátt í svipuðum aðgerðum í sínu heimalandi?

Okkur er sífellt sagt að slíkt gæti ekki gerst í gömlu góðu Bandaríkjunum, sérstaklega er slíkur málflutningur áberandi þegar morðin á John F. Kennedy, Robert F. Kennedy og Martin Luther King eru rædd, og þá eru þau rök helst notuð að slíkum verknaði væri ómögulegt að halda leyndum.

Eða eins og það er yfirleitt orðað: „Einhver hefði kjaftað frá.“

Röksemdirnar eru sem sé þær að fyrst enginn hefur komið fram og skýrt frá þátttöku sinni í slíku ráðabruggi, þá geti ekki verið um neitt slíkt brugg að ræða.

En raunveruleikinn er allt annar.  Fólk er í sífellu að koma fram og segja ýmist alla söguna, eða mikilvæga hluta hennar sem auðvelt er að púsla inn í heildarmyndina og öðlast yfirlit yfir leyniaðgerðir sem sumar eru greinilega glæpsamlegar.  Til dæmis hafa heilu skaflarnir, jafnvel hundruðir trúverðugra vitna komið fram með upplýsingar sem  stangast á við hina opinberu staðalsögu um brjálaða launmorðingja sem unnu einir.  Sú saga er vinsæl þegar kemur að áberandi morðum innan landamæra Bandaríkjanna.

Þessir uppljóstrarar eru fljótt gerðir tortyggilegir, þaggaðir eða jafnvel eitthvað enn verra.  Fólk úr leynistofnunum kemur jafnvel fram annað slagið og ber vitni um ólögmætar aðgerðir, en það fólk þarf yfirleitt að axla þunga ábyrgð á slíkum kjaftagangi, og það letur auðvitað aðra í svipaðri stöðu frá því að koma fram.

Lesið afganginn:

Someone Would Have Talked? Someone Would Be Crazy

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s