Monsanto og Marlboro kennt um fæðingagalla

Tóbaksplöntur, mynd CC bsterling

Argentínskir tóbaksbændur hafa höfðað mál á hendur tóbaksframleiðandanum Phillip Morris, öðrum bandarískum tóbaksframleiðendum og efnavopnarisanum Monsanto fyrir að hafa viljandi eitrað fyrir bændum og valdið hrikalegum fæðingagöllum hjá afkvæmum þeirra.

Tóbaksframleiðendurnir fengu bændurna til að rækta aðra tegund tóbaks og með henni þurfti að nota mun meira magn af eitruðum arfaeyði og skordýraeitri.  Þeim var sagt að nota vörur frá Monsanto, svo sem Roundup, og að þær væru algerlega skaðlausar.  Monsanto og Phillip Morris auðhringirnir hvöttu til að nota þessi efni í óhófi og fræddu þá ekki um skaðsemi, né létu þeim í té nauðsynlegan hlífðarbúnað.

Meðal þeirra fæðingagalla sem nefndir eru í stefnu þessara nokkurra tuga bænda eru heilalömun, hreyfihamlanir, flogaveiki, mænuklofi, þroskahamlanir, meltingarsjúkdómar, meðfæddir hjartagallar, Downs heilkenni, fingur sem vantar og blinda.

Monsanto auðhringurinn sem margir vilja nefna Monsatan framleiddi meðal annars efnavopn eins og Agent Orange og er stærsti framleiðandi erfðabreytts útsæðis, eins og maís og soyja, sem meðal annars má finna í íslenskum matvörum og sælgæti eins og Nóa kroppi og Hrís.

Monsanto and Big Tobacco Blamed for Birth Defects

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s