Minority Report auglýsingar úr framtíðinni

Í framtíðarmyndinni Minority Report sáum við hvernig persónumiðaðar auglýsingar gætu virkað, en þegar Tom Cruise gengur framhjá auglýsingaskjám, þá birtast þar auglýsingar sem sértaklega eru ætlaðar honum.

Þessi framtíðarsýn gæti ræst fyrr en varir.  Nánast allt er til staðar, bara eftir að tengja það.

Mappan þín

Í gömlu Sovétalþýðudraumaríkjunum héldu eftirlitsstofnanir eins og Stasí utan um „möppuna“ þína.  Þar var upplýsingum um þig safnað af kostgæfni, frá opinberum heimildum (skólaganga, sjúkrasaga, sakaskrá  og svo framvegis) og svo auðvitað frá öllum uppljóstrurunum, en stór hluti austur-þýsku þjóðarinnar náði sér í aukaskilding með því að njósna um fjölskyldu, vini eða bara óvarfærið fólk úti á bar eða í búð.

Auk staðreynda var yfirlitssíða í möppunni, nokkurs konar mat á þér, það sem kallað er „sækólogíkal profile“ í nýju lögguþáttunum, þar sem slíkt er gert fyrir ýmsa aðila, ekki bara fjöldamorðingja.

Google er sennilega duglegast í nútímanum við að halda sjálfvirkar „möppur“ um fólk og fénað.  Fyrirtækið fylgist með leitum þínum á internetinu og áhugamálum í gegn um leitarvél, heimsóknasögu og póstumsýslukerfi sitt.  Þeir hlusta meira að segja með hljóðnemum og fylgjast með þér í gegn um myndavélar þeirra tölva eða smátækja sem hugbúnaður þeirra keyrir á.  Allt er þetta „sjálfvirkt“, í gegn um þróaðar tölvulausnir sem hlusta eftir lykilorðum eða lynkilmynstrum í myndefni, en ekkert hindrar þá í að nálgast frumgögnin ef þeir vilja gerast persónulegir.

Sérsniðnar auglýsingar

Google fjármagnar persónunjósnir sínar með því að selja auglýsingar til markhópa.  Þær eru svo markvissar af því að Google þekkir okkur svo vel.  Þessar auglýsingar birtast nú þegar meðan við notum netið, á hinum ýmsu vefsíðum, til dæmis Youtube og Facebook.

Staðsetning út frá snjallsímum, eða auðkenningu

Þá vantar bara að geta staðsett þig í raunheimum til að samskonar auglýsingar og Tom Cruise sýndi okkur í Minority Report geti orðið að veruleika.

Það frekar lítið mál nú orðið.  Eigendur i-padda og i-fóna og annarra nýrra smátækja er auðvelt að staðsetja, þau innihalda ýmsan staðsetningarbúnað, svo sem gps, auk þess sem hægt er að finna þá út frá þeim þráðlausu netpunktum sem eru í notkun af tækinu.  Ef tækið er í nálægð við auglýsingaskilti, þá er eigandinn væntanlega skammt undan.

Myndgreiningu hefur fleygt fram upp á síðkastið og heilu gagnagrunnarnir með auðkennislykkum byggðum á lífkennum hafa verið byggðir.  Ef auglýsingaskiltið er útbúið með myndavél, þá getur það jafnvel auðkennt þig nógu hratt til að birta sérhannaða auglýsingu meðan þú gengur framhjá því.

Þægilegi Stasí þjónustufulltrúinn

Þetta er allt gott og gilt meðan hreinar og ómengaðar græðgishvatir (auglýsingar) liggja á bak við þessa „þjónustu“.  En mikið virðist fólk hafa breyst á aðeins tuttugu árum eða svo, því þá voru ofsóknir ríkja gegn borgurum (nasismi, kommúnismi o.þ.h.) svo ofarlega í hugum margra, að erfitt var að fá samþykki fyrir ljósmyndum á ökuskírteinum.

Nú virðist flestum sama þó ríkið viti af staðstetningu okkar alla daga og alla tíma, með nákvæmni sem nálgast fáeina sentimetra.

 

New Microchip Knows Your Location To Within Centimeters

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s