Heimsborgari með heiminn á herðum sér

Rústir byggingar 4 í Fukushima

Akio Matsumura er einskonar einkavæddur og einkarekinn diplómat heimsins gagnvart heiminum sjálfum.  Hann helgar sig verkefnum sem miða að því að byggja brýr milli menningarheima og ólíkra sjónarmiða.

Að öllu jöfnu myndi kryppan flokka hann sem tekknókrata, alþjóðasinna sem ef til vill er ekki jafn tengdur og Kissinger eða Bilderberger fundamenn, en með svipuð sjónarmið að nafninu til, þó í hans tilfelli séu það ef til vill ekki bara fagur fyrirsláttur svo hægt sé að mjaka dimmum áformum áfram, heldur einlæg trú á að heimurinn sé Disney ævintýraveröld þar sem smá misskilningur hindri okkur frá því að lifa í sátt og samlyndi og hamingju alla okkar daga.

En nú hefur Akio áhyggjur og ekki að ástæðulausu.

Fukushima

Hann hefur um hríð verið að kynna sér og rannsaka ástandið í Fukushima, þið vitið, kjarnorkuverið sem „ofhitnaði“ fyrir rúmu ári síðan, en svo var „hert á kælingu“ (mbl) og í framhaldinu er allt komið í himnalag aftur, samkvæmt íslenskum fjölmiðlakór.

Auðvitað er ekkert að marka þennan íslenska fjölmiðlakór sem sagði okkur kinnroðalaust frá íslenska efnahagsundrinu og gerði allar skynsamlegar aðvaranir og áköll á úrbætur að hlægilegum hornrekum í umræðunni.

Fukushima var margfallt verra umhverfisslys heldur en Chenobyl.  Það vill bara svo til að ráðandi vindar báru mökkinn að mestu af landi og út á Kyrrahafið.  Þegar hann svo kom til Bandaríkjanna, talsvert útþynntur en samt þrælgeislavirkur, þá hlupu geislavarnir þar til, slökktu á mælum og hækkuðu öryggismörk um þúsundir prósenta, auk þess að virkja fjölmiðlakór sinn (áróðursvélina).

Það sem verra er, í Fukushima er enn neyðarástand og hörmungarnar gætu margfaldast áður en yfir lýkur.

Ógn á heimsvísu

Nú varar Matsumura við þeim möguleika að hörmungarnar í Fukushima kunni að ógna öllu lífi á jörðinni.

Það var slæmt þegar þrír kjarnar í ofnum Fukushima Dai-Ichi versins bráðnuðu skömmu eftir jarðskjálftann, spúðu geislavirkum mekki og sprengdu hugsanlega nokkrar kistur með úrgangi upp í loftið og dreifðu um svæðið.

En „snilldarleg“ hönnun sérfræðinganna á kjarnorkuverinu (sama teikning og er í notkun víða í Bandaríkjunum) skilur eftir möguleikann á enn meiri hörmungum.

Flestir hafa heyrt um hinn falda kostnað við kjarnorkuverin sem við köllum „kjarnorkuúrgang“.  Um hríð var talað um urðunarstöð í Sellafield og við höfðum áhyggjur af því að úrgangur læki út í hafið og mengaði lífríkið.  Það hefur þegar gerst í Fukushima, sem stendur á strönd Kyrrahafsins og hefur stórlega skaðað lífríkið í því.

En í Fukushima og víðar hefur þetta leiðindavandamál með kjarnorkuúrganginn verið leyst með því að setja upp geymslulaugar fyrir notað kjarnorkueldsneyti beint fyrir ofan kjaraofninn í húsi númer 4.  Þannig hefur notað kjarnorkueldsneyti safnast upp í tugi ára í gríðarlegum geymslulaugum fyrir ofan ofnana.

Myndin hér að ofan er af byggingu 4, eftir sprengingu og jarðskjálfta.  Þetta var rammgert mannvirki á sínum tíma, en nú er þetta hræ sem gæti hrunið.  Í þessu hræi, í 30 metra hæð er risastór geymslulaug fyrir notað kjarnokrueldsneyti.

Það er eins gott að lúnar stoðir haldi þeim þunga, því annars, ef vatnið fer af laugunum, þá getur jafnvel kviknað í þessum kjarnorkuúrgangi og gríðarlegt magn af geislavikru efni með langan helmingunartíma komist út í umhverfið.

Kjarnarnir sem bráðnuðu voru í þrýstihylkjum, gríðarlegum hylkjum úr 6 tommu þykku stáli af bestu tegund.  Þessi hylki höfðu hemil á miklu af geislavirku efni þegar kæling brást og kjarnarnir tóku að bráðna.  Eitthvað slapp út, því það varð að hleypa út gufu, en utan við þrýstihylkin tók svo við rammgerð og loftþétt bygging, sem átti að vera seinni varnarmúrinn gegn kjarnorkuslysum.

Sumir vilja meina að seinni varnarmúrinn, einangrunarhylkið, „containment vessel,“ hafi brostið í sprengingunum.  Myndir af hræinu virðast styðja þær getgátur, til dæmis myndin hér að ofan virðist ekki sýna „loftþétt“ mannvirki.  Þrýstihylkin heyra líka sögunni til, þau geta ekki hamið kjarnabráðnun, bráðinn kjarninn er sennilega kominn tugi metra niður fyrir gólf kjarnorkuversins, löngu búinn að bræða botn þrýstihylkisins.

En umhverfis kælilaugarnar fyrir kjarnorkuúrganginn er hvorki þrýstihylki né einangrunarhylki.  Ef þær þorna, þá er greið leið fyrir mökkinn út í andrúmsloftið.

Sérfræðingar telja að ef kjarnorkuúrgangurinn  komist í tæri við andrúmsloftið, þá muni hann leka miklu magni af geislavirkum efnum með langan helmingunartíma út í andrúmsloftið í minnst 50 ár.

Akio og Gorbachev afslappaðir saman

Hvað er til ráða?

Matsumura vill að teymi óháðra sérfræðinga á vegum ríkisstjórna Japans og Bandaríkjanna taki við stjórn neyðarástandsins.  Þessir sérfræðingar mega ekki vera tengdir TEPCO, fyrirtækinu sem er ábyrgt fyrir slysinu.

Þetta teymi myndi þá geta tekið ákvarðanir um nauðsynlegar aðgerðir til að styrkja byggingar og aðrar úrbætur, án tillits til hugsanlegra krafna um skaðabætur á TEPCO, eða kostnaðar sem myndi setja fyrirtækið á hausinn.  Enda fór það á hausinn við slysið, þeir spöruðu í öryggisúrræðum um áratugi og töpuðu svo veðmálinu þegar hörmungarnar dundu yfir.  Það er hneyksli að fyrirtækið skuli enn teljast í einkaeigu og í rekstri.

Þannig að nú vinnur heimsdiplómatinn í því að fá ríkisstjórnir síns eigin lands Japan, og Bandaríkjanna til að leggja saman krafta sína og taka á þessu yfirvofandi vandamáli.  Vonandi gengur honum vel í því verkefni.

Fukushima Reactor 4: Life On Planet Earth in the Balance
Akio Matsumura

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s