Hart skjól í ESB

Mynd cc PIAZZA del POLPOLO

Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur hélt dálitla kynningu í Grasrótarmiðstöðinni á stöðu umsóknarferlisins og þróun á væntinum okkar til umsóknaraðildar.

Hér er stutt ágrip af hluta þessa fundar þar sem Frosti fer yfir forsemdur þess að stjórnvöld sóttu um í samhengi við stöðu ESB í dag.

Slagorð ESB sinna frá 2009:

  • ESB er öruggt skjól fyrir þjóð sem var búin að missa allt niður um sig
  • Við erum allt of spillt og allt of fá til að stjórna okkur sjálf, þurfum hjálp
  • Myntbandalag sambandins, Evran, það er lausn fyrir Ísland, við of fá og smá til að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil

Þetta átti ekki að taka meira en 18 mánuði, því við erum þegar í EES og lítið mál fyrir slík ríki að ganga í sambandið

En hvað hefur gerst?

Allar væntingar hafa brostið

  • Evran óstöðug og framtíð myntbandalagsins í uppnámi
  • Verðlag svipað í Bónus og er í Danmörku og Svíþjóð, í sumum tilvikum jafnvel lægra hjá okkur
  • Lægri vextir?  Vextir á ríkisskuldabréfum til Grikkja 30%!  „Skjólið“ heldur ekki.  Ef ríkið borgar 30%, er almenningur að fá betri kjör?  Það er ekki venjan.
  • Lánshæfismat 9 ESB ríkja er að lækka, en okkar að styrkjast aftur.

Er ESB þá vinur þegar á reynir?

Aðstoð ESB við Grikki er sú að sparka í þá þar til þeir standa upp.

Á Írlandi fólst aðstoð sambandsins í því að almenningi var gert að axla skuldir einkabankanna.

ESB sýndi sitt rétta andlit gagnvart okkur í Markílmálinu, þar buðu þeir okkur höfðinglega að fá 4% hlut í heildarkvóta.

Í Icesave málinu lét sambandið svo undan þrýstingi frá Bretum og Hollendingum og tók afstöðu með þeirra hagsmunum.

Er ESB á uppleið?

Evran dýpkar og lengir kreppu ESB landanna, hundruðir milljarða evra fara í björgunarsjóði fjármagnaða af skattfé almennings sem engum bjarga nema fjármagnseigendum.

Afleiðing þessarar skuldsetningar er lægra lánshæfismat, því löndin eru að fjárfesta í vonlausum afleiðum.

Ástandið elur á óvild innan sambandsins, þjóðir benda hver á aðra sem orsök ástandsins.

Lýðræði fórnað, Merkel og Sarkózy ráða ferð en rödd sæmrri ríkja hljómar mjó í tómum sölum.

ESB hefur beitt sér gegn þjóðkjörnum leiðtogum, Ítalía fékk ekki endurfjármögnun á einhverjum pakka nema Berlusconi færi frá og þjóðaratkvæðagreiðsla í Grikklandi um skuldapakkan var blásin af.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s