Bleikt slím er næsta iðnaðarhneyksli

Mynd: juvertson

Hneykslið með bleika slímið skekur nú Bandaríkin og Bretland en það virðist ekki enn hafa komið upp á yfirborðið hér heima.

Í bransanum er það yfirleitt kallað „bleikt slím“, en ef það er rætt opinberlega, þá er frekar gripið í furðulega frasa til að lýsa afurðinni; „mögur fínmynstruð nautaafurð“, eða „beinlaus og magur afskurður“.

Þetta er hræið af sláturdýriu eftir að allir góðu hlutarnir hafa verið teknir í steikur og hágæða matvöru.  Þá stendur eftir kjöt sem hefur dottið í gólfið og lent í mykjupolli, sjúku dýrin, sinar og tægjur utan á beinum.  Þessu var áður hent, eða unnið í dýrafóður.

En með aðstoð eftirlitsstofnanna og frábærra hugsuða í matvælaiðnaðinum, þá hefur tekist að gera úr þessu „afurð“ sem má blanda til dæmis í hakk í allt að 15% hlutfalli án þess að merkja það á nokkurn hátt.

Það er ekki nóg með að þetta sé verðlaus vara sem neytendur borga í mörgum tilfellum fullt kílóverð fyrir, heldur er vinnsluaðferðin svo ógeðfeld að flestum hryllir vð því.

Hræið er sett í skilvindu til að sía fitu í burtu, svo eru efni eins og ammóníak notuð til að drepa mest af salmónellu og E-kóliveirunum og hugsanlega til að leysa kjöttægjurnar af beinum.  Þetta er svo síað þannig að mest af ammóníakinu leki úr, en svo er það tilbúið til „íblöndunar“ við aðrar unnar kjötvörur, hakk, pylsur o.s.frv.

Eftir að sögurnar um bleika slímið komust í fjölmiðla fyrir skömmu þá hafa McDonalds og Taco Bell hætt að kaupa slím-blandað hakk, en í staðinn hefur ríkið þotið til og keypt miklar birgðir af slímblönduðu hakki fyrir skólamötuneytin.

Vafalaust lekur svo slímið aftur í vörur sem nú lýsa sig slímlausar, svona þegar hægist aftur um málið.

Hér lýsir Jamie Oliver ferlinu fyrir áhorfendum.

 

http://recipes.howstuffworks.com/pinkslime-ammonia-ground-beef.htm

http://www.youtube.com/watch?v=avkFUBzHSw8

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s