Iðnaðardrasl ómerkt í matvælum

Reglur um merkingar á erfðabreyttum matvælum gengu í gildi um síðustu áramót. Það er því óheimilt að selja slík matvæli án þess að það komi fram á umbúðum að þau séu erfðabreytt. Ef um er að ræða samsett matvæli verður að upplýsa um það á umbúðum ef erfðabreytt hráefni eru meira en 0,9% af vörunni.

En hefur einhver séð vörur merktar sem erfðabreyttar hér á Íslandi?  Hvernig stendur á því að það er svona erfitt að merkja þetta frankenstein iðnaðardrasl?

Það er vegna þess að neytendur vilja sneyða hjá erfðabreyttu jafn heitt og þeir vilja sneyða hjá msg, aspartami og öðrum ósóma.  Ekki allir neytendur, en svo stór hluti að hagsmunaaðilar reyna það sem þeir geta til að fela og þæfa, tefja og þrjóskast við.

Ég tel persónulega að margfallt minni áhætta sé af iðnaðarsaltinu heldur en erðabreyttu jukki, jafnvel PIP iðnaðarpúðarnir eru minna áhyggjuefni.

Ísland er með síðustu þjóðum til að lögleiða merkingar á erfðabreyttu hráefni, en þó með fáránlega háum þröskuldi, því ekki þarf að merkja vörur sem innihalda um það bil 1% af erfðabreyttu hráefni.  Ef sama gilti um aspartam eða msg, þá þyrfti enginn að merkja þær vörur.  En þó eru áreiðanlega margar vörur á markaðinum hér á Íslandi sem innihalda meira en 0.9% af erðabreyttu hráefni og ættu að vera merktar.

Nýlega afhentu forsvarsmenn átaksins „Just Label It!“ matvæla og lyfjaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna (FDA) yfir eina milljón undirskrifta með áskorun um að krefjast merkingar á erfðabreyttum matvælum.  Stofnunin dregur lappirnar, enda ljóst að hún dregur taum hagsmunaaðila, annarra en almennings í þessu máli sem og fleirum.  Við höfum loksins okkar lög, nú þurfu við að krefjast þess að þeim sé framfylgt.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s