Enginn fjandans leikur

Davíð Icke hefur í yfir tvo áratugi verið í fararbroddi þeirra sem vara við yfirvofandi heimríkisstjórn fasista og kommúnista, en fréttir dagsins í dag eru eins og bergmál af aðvörunum hans.

Í upphafi hlógu menn sig máttlausa og fundir hans hefðu ekki getað fyllt símaklefa, eins og hann segir stundum sjálfur.  Í dag á hann í erfiðleikum með að finna sali af réttri stærð fyrir fundi sína og er að íhuga risaleikvanga eins og flottustu poppstjörnurnar nota fyrir tónleika sína.

Davíð afhjúpar í nýútkominni bók sinni, „Remember Who You Are“ net nokkurra fjölskylnda sem á alþjóðavísu stýra stóru bönkunum, stóru líftæknifyrirtækjunum, stóru matvælakeðjunum, stóru fjölmiðlarisunum, stóru lyfjarisunum, og svo auðvitað, stóru gáfnabönkunum sem leggja ríkisstjórnum heimsins línurnar.  Hann afhjúpar eðli raunveruleika okkar, sem er raunar alls ekki massífur, heldur nánast efnislaus þegar nánar er skoðað.  Allur heimurinn er raunar svipað raunverulegur og internetið… samsettur af orku og tíðni sem við svo túlkum með skynfærunum okkar fimm.

Ef lesendur eru nú farnir að brosa út í annað, þá er rétt að benda á að Icke hefur rétt fyrir sér, vísindalega.  Ef blýklumpur er skoðaður í nægri stækkun, þá sést að hann er byggður úr atómum.  Atóm eru svipað efnismikil og sólkerfið okkar, það er kjarni (sól) og nokkrar elektróður sveimandi í kring um kjarnann, en mestmegnis… tóm.

Að auki eru hugmyndir hans um að við séum hluti af guði eins og alda sem frussast upp á steini í fjörunni er samt hluti af hafinu, að við séum öll samtengd, nokkurs konar guðleg meðvitund sem er í skemmtigarðinum sem kallast jörð, þær hugmyndir eru raunar nokkurs konar spegilmynd af trúarbrögðum elítunnar, aðeins minna af djöflagangi og svörtum satanisma, en í grunninn, sömu hugmyndir og þeir sem ráða á bak við tjöldin hafa og hlutar þessara visku eru í boði fyrir frímúrara og aðra kuklara sem basla í allskyns athöfnum og dulspekinámi þar sem nokkur korn af þessari visku eru gefin í verðlaun.

Viðtöl við Icke eru sjaldan leiðinleg, hér er heill klukkutími þar sem tveir skemmtilegir henda hugmyndum á milli sín og ræða hluti langt fyrir utan ‘boxið’.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s