Seiðsöngur og andi Eddikvæða

Rúna K. Tetzschner sýnir í kjallara L51 Art Center, Laugavegi 51.

Opnun 31. mars kl. 14-17.

Logafjöll og ljósadans er heitið á myndlistarsýningu Rúnu K. Tetzschner sem opnuð verður í L51 Art Center, Laugavegi 51, laugardaginn 31. mars kl. 14-17.

Norðurljós og eldfjöll eru áberandi í myndunum á sýningunni og þar eru einnig skrautrituð ljóð og lýsingar í anda fornra handrita.

Klukkan 14.30 á degi opnunarinnar verður framinn ljóðaseiður og mun Rúna þá flytja ljóð eftir sig af sýningunni og einnig „Eldviðrið“, þátt úr óútgefnum ljóðabálki sínum í anda fornra eddukvæða. Rúna les við söng og gítarleik tónlistarmannsins Friðríks og er söngurinn allsérstæður undirleikur við lesturinn.

Myndir Rúnu hafa á sé ævintýra- og töfrablæ, og má kenna myndlist hennar við töfraraunsæi (magical realism) eða andlega list (spiritual art).

Flestar myndirnar á sýningunni eru frá tímabilinu 2010-2011 en þær eru unnar með blandaðri tækni sem Rúna hefur þróað síðan 1999. Um er ræða tússlita- og vatnslitamyndir unnar með pennum og penslum á pappír. Auk þess eru glitrandi duftlitir, svo sem gull og silfur, bræddir á pappírinn með rafmögnuðu hitatæki.

Rúna verður til staðar við opnun sýningarinnar og dagana 2.-4. apríl kl. 15-18 og 7. apríl kl. 13-16. Þá mun hún kynna tækni sína fyrir gestum og gangandi.

Samtímis þessu sýnir Rúna á þremur stöðum á Norður-Jótlandi í Danmörku (í nágrenni Álaborgar). Þótt hún sé búsett á Íslandi hefur hún frá árinu 2008 dvalið langdvölum í Danmörku og verið ötul við að kynna Ísland og íslenska menningu á ferðalögum sínum þar.

Rúna er íslenskufræðingur að mennt og starfaði árin 1996-2008 sem sérfræðingur og kynningarstjóri á Þjóðminjasafni Íslands. Samhliða því starfaði hún við listsköpun, ritlist, myndlist og skrautritun, og rak Ljós á jörð, forlag og listrænt fyrirtæki. Rúna er höfundur fræðibóka, ljóðabóka, barnabókar og annars barnaefnis. Rúna stundaði einnig nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík árin 1977-1983 og 1992 og hefur notið leiðsagnar Gunnars S. Magnússonar myndlistarmanns.

Árið 2008 tók Rúna þá ákvörðun að helga sig listum og er nú sjálfstætt starfandi listamaður.

Sýning Rúnu í L51 Art Center stendur út apríl.

http://www.jordenslys.dk/upl/pages/ljos-a-jord/Rafrntboskort.pdf

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s