Evrulönd mega öfunda hagsæld Íslands

Daniel Hannan, mynd CC Gage Skidmore

Myndband með breska evrópuþingmanninum Daniel Hannan sem birt var í gær gengur nú hratt milli manna, en í myndbandinu talar þingmaðurinn um efnahagsbata Íslands sem hann tengir íslensku krónunni og því að við séum ekki meðlimir í Evrópusambandinu eða Evrusamstarfinu.

Myndbandið var birt á vinsælli fjármálasíðu, Zero Hedge, en þar segir Tyler Durden fréttamaður síðunnar meðal annars:

Í stuttri, en að venju gagnyrtri yfirlýsingu bendir Evrópuþingmaðurinn Daniel Hannan á það land sem ákvað að segja NEI við báknviskunni og stóð staðfast að því að axla strax ábyrgð með því að fella gengi gjaldmiðils síns og nota vöxtinn til að vinna sig úr myrkviðum hrunsins.  Þessi mælski Englendingur bendir á hvernig Ísland hefur nú náð öfundsverðri stöðu ekki aðeins með tilliti til hagvaxtar, heldur einnig þegar horft er á skuldastöðu sem hlutfall af þjóðartekjum.

Hann bendir svo félögum sínum á það að kannski sé lexía hér fyrir öll evrópsk stjórnvöld að læra: 67% Íslendinga sé nú á móti því að ganga í bandalagið.

Fleiri gullmolar úr myndbandinu sem Tyler minnist ekki á:

Íslendingar eru slægir og útsjónasamir og hafa meðfædda visku eftir aldalanga baráttu við erfiðar aðstæður!

Þeim dettur ekki í hug að fórna frelsi sínu.


 

http://www.zerohedge.com/news/lesson-europe-why-iceland-wont-join-euro

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s