Erfðabreytt hjálpar ekki gegn hungri

Hvers vegna erum við að fikta í genamengi matjurta?  Eitt af því sem „allir vita“ er að erfðabreytt vex hraðar og gefur meira af sér.  Nei, ekki rétt, segja 900 vísindamenn á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Bill Gates er einn af þeim sem trúa á mátt erfðabreyttra matvæla til að vinna bug á hungri í heiminum, en hann verzlaði 500.000 hluti í Monsantó eitur og erfðabreytingarisanum árið 2010.  Bill er vafalaust margbrotinn maður, en hann hefur einmitt sagt að takist vel upp með árangri bólusetningar í þróunarlöndum getum við dregið úr fólksfjölda um 10-15%.  Kannski vill hann draga úr hungri með því að láta fólk borða erfðabreytt og deyja fyrir aldur fram?

En ef við kíkjum á spunalínuna sem er haldið að almenningi um að erfðabreytt fæði sé nauðsynlegt til að vinna á hungri í heiminum, og gerum þá ráð fyrir því ólíklega, að þeir meini með því að auka framboð á ódýru fæði fyrir hungraða, þá stenst það ekki, því miður.

Erfðabreytt fræ eru ekki ódýrari, bændur þurfa að borga Monsanto í hvert sinn sem þeir sá í akra sína meðan óerfðabreytt er þeim eiginleikum búið að það má safna ókeypis fræjum af akrinum og nota aftur sem útsæði.

Þá er önnur fullyrðing til sem segir að með erfðabreyttum jurtum náist meiri uppskera.

En nei, það er bara ekki rétt.  Hefðbundin fræ hafa aðlagast aðstæðum í gegn um aldirnar, bændur hafa í raun kynbætt (ekki erfðabreytt) stofnana með því að velja fræin af þeim plöntum sem standa sig best í þeirra umhverfi og þannig eru hefðbundin fræ frá hverju héraði mun betri kostur og gefa allt að 30% meiri uppskeru en erfðabreytta ruslið.

http://www.infowars.com/sorry-bill-gates-gmo-crops-proven-to-be-ineffective-at-fighting-world-hunger/

http://naturalsociety.com/genetically-modified-foods/

http://www.panna.org/sites/default/files/GMOBriefFINAL_2.pdf

Massíf skýrsla 900 UN- spenavísindamanna: http://www.agassessment.org/reports/IAASTD/EN/Agriculture%20at%20a%20Crossroads_Global%20Report%20(English).pdf

 

http://www.infowars.com/monsanto-%e2%80%98biotechnology-book-for-kids%e2%80%99-caught-brainwashing-children/

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s