10 ára fangelsi fyrir niðurhal

Við breskum internetnotendum blasir harður veruleikinn eftir að notendum hefur verið hótað 10 ára fangelsi fyrir „ólögmætt niðurhal“ í kjölfar ríkisvæðingar áberandi tónlistarsíðu og undirritun hins illræmda ACTA sáttmála.

Þetta er í fyrsta sinn sem slíkum aðgerðum hefur verið beitt gegn breskum almenningi.  Bresk stjórnvöld innleiddu löggjöf árið 2009 sem leyfir internetveitum að fylgjast með niðurhali notenda og loka aðgangi þeirra ef þeir hlýða ekki áskorunum um að hætta niðurhali á efni sem talið er ólögmætt að hlaða niður.

En undirritun ACTA sáttmálans hefur fært þessa tilburði upp á algerlega nýtt plan.

Í febrúar tók breska sérsveitin gegn skipulagðri glæpastarfssemi yfir vefsíðuna RnBxclusive.com, vinsæla síðu með um 250.000 áskrifendur á Facebook og allt að 70.000 heimsóknir á dag.

Þá gerðist lögreglan í raun útsendari útgáfuiðnaðarins og sló skjaldborg um hagnað auðhringjanna.  Hversu sorglegt sem það kann að vera fyrir marga, þá endurspeglar þetta lögfræðilega þráskák milli höfundarréttarhafa og lögreglu annarsvegar og svo þeirra sem vilja verja frelsi á internetinu.

Sérsveit gegn skipulagðri glæpastarfssemi berst venjulega gegn glæpum sem „skaðar Bretland og breskan almenning.“  Nú virðist niðurhal á netinu hinsvegar jafnast á við „eiturlyfjasmygl í A flokki, mannsal, stórfelda ofbeldisglæpi með vopnum, svikastarfsemi og peningaþvætti.“

Aðferðir sérsveitarinnar vekja enn fleiri spurningar.

10 ára fangelsi fyrir að „stela“ andvirði 60 punda?

Sérsveitin hótar hverjum þeim sem hefur halað niður efni frá RnBxclusive.com, eða hefur jafnvel bara komið inn á síðuna, með rannsókn, lögsókn og jafnvel fangelsisvist.

Það sem byrjaði með léttum hótunum um að loka internettengingum hefur nú vaxið í það að fólki er hótað í fullri alvöru með fangelsi upp á heil 10 ár.

https://rt.com/news/acta-uk-illegal-downloading-jail-753/

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s