Bob Geldof varar Araba við fólksfjölgun

Séra Bob Geldof talað ögn við blaðamenn um fólksfjölgun í Arabaheiminum á föstudag þar sem hann sat á þingi um fæðuöryggi við Persaflóann sem haldin var í Sameinuðu furstadæmunum.

Geldof er nútíma Malthúsmaður og hjá þeim er fæðuöryggi einföld reikningsformúla, enda var séra Malthús uppi tveimur öldum áður en Excel kom til sögunnar og þá þurfti að handreikna svona vísindi.

Fólksfjölgun í arabaríkjunum er hærri en heimsmeðaltalið, segir hann.  Ef fólki heldur áfram að fjölga, þá drekkur það vatnið sem annars hefði verið notað til ræktar, það leiðir til uppskerubrestar, þetta er alveg borðliggjandi samkvæmt Malthús og Geldof, en Malthús hafði einmitt spáð því að fólksfjölgunin yrði orðin svo þungur baggi á jörðinni um aldamótin 1.800 (ath – átján hundruð) að samfélagið myndi hrynja, fólk deyja úr hungri eða draga fram lífið á mannáti.

„Ef 200 milljón konum eru gefnar ókeypis getnaðarvarnir þá kemur það í veg fyrir 80 milljón óviljandi þunganir og þá náum við að stöðva fólksfjölgunina,“ segir Geldof og virðist alveg vita nákvæmlega hvaða 200 milljón konum þarf að útvega ókeypis getnaðarvarnir.

„Þetta er mannúðlega aðferðin við að draga úr fólksfjölgun,“ segir Geldof og lifnar yfir honum þegar hann lætur hugan reika til annarra úrræða.

Ef ekkert er að gert, heldur hann áfram, þá taka náttúrlegir ferlar við, hungursneyð, drepsóttir og stríð, segir hann, brosir og kinkar kolli.

Fréttamaður spyr hann hvort raunhæft sé að ætlast til að menningarheimur araba taki getnaðarvörnum opnum örmum, og þá setur Geldof fram úrslitakosti fyrir héraðið:

“They either find a cultural way to make this acceptable or they’re going to have an anthropogenic critical event.”

Þeir verða annaðhvort að finna leiðir til að ná sátt um getnaðarvarnir, eða takast á við hamfarir af mannavöldum.

Þannig fer Geldof með gömlu góðu möntru Malthúsarmanna um að jörðin taki í taumana og skeri niður afæturnar ef við gerum það ekki sjálf.

Sheikh Nahyan bin Mubarak, ráðherra Vísinda og Æðri Menntunar í furstadæmunum skaut til baka og sagðist ekki skilja það til fulls hvernig vinningsformúlan geti verið sú að hætta barnseignum, því börnin séu jú framtíðin.

Mynd: Eitt af milljónum fórnarlamba Stóru úkraínsku hungursneyðarinnar 1932-1933, en hún hafði meira með kommúnisma heldur en fólksfjölda að gera.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s