Killer app fyrir pad-tölvurnar


Það er fjöldi fólks sem vill velja hollar matvörur, það sanna lífrænu vörurnar sem fást meira að segja í lágvörubúðunum í talsverðu úrvali.  Það er aftur erfiðara að sneiða alveg hjá óþverranum, því sumt þurfum við að velja úr flokki ólífrænna vara og þar eru innihaldsefnin mörg og erfitt að vita hvað er í lagi og hvað ekki.

Er E651 í lagi?  Hvað er þetta autolyzed plant protein?  Er erfðabreytt hráefni í Cheerios?  Eru 2 krabbameinsvaldandi efni í karamellulitnum í kók og pepsí?  Það er sannarlega nóg að gera fyrir fólk sem vill geta keypt unnar vörur en samt sneytt hjá þeim allra verstu.  Svo breytist þetta, einn daginn er Mix gamla góða Mixið, svo allt í einu, án þess að láta nokkurn vita, þá er uppskriftinni breytt og Aspartam notað að hluta í stað sykurs.  Neytendur föttuðu það fljótt, gamla góða bragðið var farið og eitthvað rammt ógeð komið í staðinn.  En í sumum vörum er innihaldsefnum breytt án þess að við tökum eftir því og það sem áður var í lagi er nú saltað með msg og sætt með aspartami, auk þess sem erfðabreytt hráefni fékkst á útsölu.

Væri ekki gott ef einhver fylgdist með þessu öllu saman og héldi utan um miðlægan vörugagnagrunn, og svo gætum við snúið vopnunum í höndum tæknimafíunnar og skannað strikamerkin til að sjá hvort varan sé í lagi eða ei?

Góðar fréttir!  Þessi grunnur og þessi hugbúnaður er til.  Hann keyrir á iPhone en líka á iPod touch og iPad.  Hvað kostar svona græja?  Fyrir mig kostar hún 503 dollara, það er að segja, 500 fyrir iPad og 3 fyrir forritið.  Ef þú átt Apple smátölvu, þá kostar þetta aðeins 3 dollara.

Í upphafi einkatölvualdar var talað um „killer app“, eða forritið sem seldi tölvurnar.  Fyrir Apple II var þetta Multiplan.  Ég held að IBM PC hafi fyrst selst út á Word Star.  Apple Lísa átti aldrei killer app og í darwinskum heimi markaðarins dó hún út.  I-dótið þarf ekki Killer app – Apple hefur tekist að ná sinni sérstöðu með þessi tæki sín.  En þetta gæti orðið ný tegund af Killer app.

Killer app sem ræður úrslitum fyrir vörutegundir, mun varan fljóta hjá neytendum eða ekki?  Koma upp rauðu merkin fyrir eiturefni, eða grænu merkin fyrir góða vöru?  Ef neytendur nýta sér tæknina, þá mun samtakamátturinn loksins koma í ljós, óþverrin mun visna upp og deyja út, erfðabreyttu býlin leggjast af, en góðar vörur og heilbrigðar blómstra.

http://www.nextnutrio.com/

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s