Samfylkingin mismunar á grunni kynferðis

Mynd CC Kevin Goebel

Það er greinilega kominn skjálfti í flokkana og í tilfelli fjórflokksins undirbúa þeir baráttu fyrir því að þurrkast ekki út af þingi í næstu kosningum.

Þeir eru þó mismunandi liprir við áherslur á þeim fundum sem þeir halda.

Samfylkingin þarf svo sannarlega á einhverju lífi að halda, Helgi Hjörvar ku hafa grínast við Lilju Mósesdóttur um að meiri starfssemi sé nú í Hagsmunasamtökum Heimilanna heldur í sjálfum stjórnarflokknum samhverfa.

Nú blása þeir til fundar í Reykjanesbæ, en á þennan fund eru karlar ekki velkomnir.  Bara konur.  En þær eru „allar velkomnar“ og þeim lofað „léttum veitingum“ og „stund í góðra kvenna hópi.“  Ekki samt endilega góða stund.

Fundurinn er haldinn í sal Sálarrannsóknarfélags Suðurnesja, en ekki er hægt að sjá í tilkynningu FLokksins hvort reynt verður að hafa samband við framliðna grasrót flokksins með aðstoð miðla.

Það er auðvitað leitt að Samfylkingin skuli mismuna svona illilega á grundvelli kynferðis, því á fundinn mætir Oddný Harðardóttir, hin ósýnilegi fjármálaráðherra vor og vafalaust vilja margir prakkarakarlar spyrja hana „spjörunum úr“ varðandi fjármál ríkisins og glæsilega skjaldborg um heimilin.

Lesendur Kryppu eru auðvitað að stærstum hluta kvenfólk og þær elskur geta stormað á fund og notið léttra veitinga og góðra kvenna þann 15 mars kl. 20 í sal Sálarannsóknarfélagsins að Víkurbraut 13, Keflavík.

Við hinir…  Ja, erum við ekki allir konur inn við beinið?  Bara skella sér í dressið og mæta „trans“.

http://www.xsreykjanesbaer.is/index.php/8-frettir/75-opinn-fundur-kvennahreyfingarinnar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s