Monsanto dæmt í Frakklandi

Alþjóðlega stórfyrirtækið Monsanto hefur verið dæmt í Frakklandi fyrir að eitra fyrir fólki.

Fréttasíðan Red Green and Blue sem fjallar um umhverfispólitík segir frá því hvernig Monsanto er eitt af verstu fyrirtækjum í heiminum og hvernig bandarískir bændur hafa reynt að fá dómstóla til að stöðva mengun fyrirtækisins á umhverfinu með efnum og erfðabreyttum lífverum sínum.

En um miðjan síðasta mánuð bárust fréttir af því að fyrirtækið hefði verið dæmt fyrir eitrun með efnum, tímamótadómur sem kann að ryðja leiðina fyrir bændur að leita réttar síns gegn risanum.

Það hefur reynst erfitt að sanna tengsl milli notkunar skordýraeiturs (eða neyslu þess úr afurðum), áhrif sem geta safnast upp með tímanum og svo ákveðinna heilsufarsvandamála.

En í þessu tilfelli hefur bóndanum Paul Francois tekist að sýna fram á tengsl milli einkenna í taugakerfinu og atviks þar sem hann komst í tæri við Lasso skordýraeitur frá Monsanto árið 2004.

Francois tókst fyrst að fá tengslin viðurkennd fyrir almannatryggingadómstóli sem svo gerði honum auðveldara að sækja risann til saka fyrir almennum dómstóli.

Lesið meira:

Monsanto Guilty! France convicts big ag firm of chemical poisoning

Mynd frá PR Watch

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s