Árangur Búsáhaldabyltingarinnar

 

Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, leiðir
laugardagsfundinn í Grasrótarmiðstöðinni núna um helgina. Erindi sitt
nefnir hann: Var Búsáhaldabyltingin til einskis? Fundurinn hefst kl.
13:00 og lýkur kl 15:00 og fer fram í húsnæði Grasrótarmiðstöðvarinnar
að Brautarholti 4. laugardaginn 3. mars n.k.

Í upphafi erindis síns mum Svanur fjalla um orsakir
Búsáhaldabyltingarinnar og hvaða Íslendingar tóku þátt í henni og
hverjir ekki. Auk þess mun hann varpa fram spurningum um eðli
byltingarinnar eins og þeirri hvort hún var í meginatriðum friðsöm eður
ei.

Svanur ætlar líka að rýna í árangur byltingarinnar þar sem hann veltir
fyrir sér atriðum eins og: hvað hefur færst til betri vegar og hvað er
jafn spillt á Íslandi og áður var. Framsögumaður vill meina að framundan
séu miklir óvissutímar og að annaðhvort verði Ísland miklu betra
þjóðfélag en fyrir Búsáhaldabyltingu eða enn verra.

Auk þessa mun Svanur víkja að hlutverki sérhvers borgara,
grasrótarsamtaka og stjórnmálaflokka í að tryggja að Ísland verði
venjulegt norrænt land lýðræðis og velmegunar.

Allir eru hvattir til að mæta og hlusta á fróðlegt erindi og taka þátt í umræðum að því loknu. Sjá viðburð á Facebook.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s