Gengisdómar í Grasrótarmiðstöðinni

Marinó G. Njálsson mun fjalla um gengisdóma Hæstaréttar á næsta laugardagsfundi í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti, 4. Fundurinn, sem verður haldinn á morgun (25. febrúar), hefst kl. 13:00 og lýkur kl. 15:00.

Marinó ætti að vera óþarft að kynna enda löngu landsþekktur fyrir óeigingjarna baráttu sína fyrir hagsmunum heimilanna í landinu og bloggið sitt þar sem hann skrifar um fjármál þannig að allir geta skilið.

Í erindi sínu ætlar Marinó að fjalla um gengisdóma Hæstaréttar: Niðurstöðurnar og hvaða áhrif sú seinni hefur á lántakendur. Þar mun hann skoða með gagnrýnum augum nokkra lykildóma Hæstaréttar sem gengið hafa varðandi áður gengistryggð lán. Sérstök áhersla verður lögð á það sem Marinó telur villur í rökleiðslu réttarins og hvers vegna vaxtaniðurstaðan í máli nr. 471/2010 gengur ekki upp.

Í lok erindisins verður opnað fyrir spurningar og umræður og eru allir hvattir til að mæta og hlýða á upplýsandi erindi og fróðlegar umræður í kjölfarið. Sjá nánar viðburð á Facebook.

Af bloggi Marinós:

Sú sótt sem lagst hefur á okkur Íslendinga er farin að dreifa sér víða.  Hjá okkur kom hluti höggsins strax vegna gengistryggingarinnar.  Fólkið með verðtryggðu lánin eru farin að finna fyrir hitanum og þar mun bara hitna undir pottinum.

Grikkir og Spánverjar eru líka farnir að taka sóttina ógurlegu, þar sem illa rekið fjármálakerfi ber enga ábyrgð.  Nei, það er almúginn sem tekur skellinn.  Spánverjar eru greinilega að átta sig á því að við svo verður ekki búið.  90 þúsund fjölskyldur hafa verið bornar út á rétt innan við tveimur árum.  Það samsvarar 450 íslenskum!   Ég veit ekki hver talan er hér á landi.  Kannski er hún hærri og kannski er hún lægri.  Þar á að innleiða lyklafrumvarpið, en hér heykjast menn endalaust við það.

Hættum að finna fyrir meðaumkun með fjármálafyrirtækjum sem ekki kunnu fótum sínum fjörráð.  Tökum manngildi ofar auðgildum.  Án viðskiptavina verða engin fjármálafyrirtæki.

Mynd PD Petr Kratochvil

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s