Rafbílar að koma aftur til USA

General Electric hefur pantað 12.000 General Motors Chevy Volt rafbíla og mun beina starfsfólki sínu inn á að kaupa þessa bíla í ár.

Chevy Volt er tvinnbíll, hann hefur tvo orkugjafa, rafmagn og bensín.  En ólíkt bensínhákunum Prius og Auris, þá er Volta 100% rafbíll, en hægt er að keyra litla bensín-rafstöð ef rafgeymirinn er að verða tómur og þá má komast 375 mílur aukalega á fullum bensíntanki.

Ef þú notar bílinn nánast einungis innanbæjar, þá minnir Volt þig á að ræsa rafstöðina og láta hana ganga smástund á 6 vikna fresti, svo hún stirðni ekki og ryðgi föst.  Bíllinn fylgist einnig með bensíntankinum, en hann heldur bensíni fersku í eitt ár.  Ef þú hefur ekki tekið neitt bensín í eitt ár, þá biður Volta þig að nota svolítið af bensíninu og bæta nýju við svo það sé alltaf ferskt og bíði þess í viðbragðsstöðu að þú þurfir að aka meira en rúma 100 km án þess að hlaða batteríin.

Chvey Volt kemst um 35 mílur (rúmlega 100 km) á hleðslunni.  Það dugar í mörgum tilfellum, auk þess sem verið er að koma upp hleðslustöðvum út um borg og bý, þar sem hægt er að snarhlaða bílinn meðan eigandinn er í vinnunni, sinnir erindum í miðbænum eða verslar í kringlunni.  En þó hleðslan klárist þurfa Volt eigendur ekki að örvænta, þeir ræsa bara rafstöðina og keyra svo hiklaust frá Reykjavíkur til Akureyrar á einum tanki, og allan hringinn þessvegna, með venjulegum stoppum á bensínstöðvum.

Það var einmitt General Motors sem gaf teymi ungra og hugmyndaríkra bílahönnuða lausann tauminn um aldamótin 2000, en þá hótaði Kaliforníuríki því að útiloka bílaframleiðendur frá sölu í ríkinu, nema ákveðinn hluti sölu þeirra væru „grænir“ bílar, með engann útblástur.  Þetta útspil færði fyrirtækinu fyrsta nútíma rafbílinn, EV1, sem var afar vel heppnaður.  Bílaframleiðendum tókst þó að hnekkja löggjöf Kaliforníu og þá innkallaði GM alla EV1 bíla sína, en þeir höfðu ekki verið seldir, heldur aðeins leigðir, og lét pressa þá alla þó eigendur hafi boðið gott verð ef þeir bara mættu kaupa bílana.

http://gas2.org/2012/02/20/ge-forcing-employees-into-chevy-volts/

http://www.chevrolet.com/volt-electric-car/

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s