Óvirða Óbama „svarta hund“

Afganskir mótmælendur hrópuðu and-bandarísk slagorð meðan þeir gengu í skrúðgöngu með líkan af Barack Óbama forseta sem á var letrað „Óbama, svarti hundur“.

Tilefni mótmælanna var að mótmæla því að Kóraninn hafi verið brenndur í bandarískri herstöð í landinu.

Mis-friðsamir mótmælendur spruttu fram um allt landið, hrópandi „drepist bandaríkin“, þeir köstuðu grjóti og kveiktu í verslunum og ökutækjum um leið og þeir marseruðu um nágrannabyggðir sínar.

Í borginni Jalalabad í austurhluta landsins náðu námsmenn sér á flug með því að útbúa líkneski af Óbama forseta, letra á það „Óbama, svarti hundur“, stjaksetja það í klofið og þramma um með það í skrúðgöngu og svo var loks kveikt í herlegheitunum.

Minnst níu mótmælendur voru skotnir til bana og tugir eru særðir eftir þessi eðlilegu og frekar friðsömu mótmæli gegn endalausri hersetu heimsveldisins og óvirðingu þess fyrir siðum og réttindum þrælaþjóðanna.

John Allen hershöfðingi baðst afsökunnar og fyrirskipaði að atvikið yrði rannsakað, en viðurkenndi í leiðinni að vantrúarmenn í herstöðinni hafi „óvart send trúarlegt lesefni,“ þar á meðal Kóraninn, í sorpbrennslustöð.

Engar fréttir hafa heyrst enn um að Sameinuðu þjóðirnar og NATÓ ætli að gera loftárásir á herstöðvar setuliðsins í Afganistan og leppstjórnina, þó borgarar séu strádrepnir í friðsömum mótmælum gegn stjórnvöldum.

Nine killed in Afghan protests over Koran burning

Óbama svarti hundur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s