Íslendingar eru 90-95% búfénaður

Essessasú?

Bankar eru siðblindir og sérhlífnir, hvers vegna er þeim treyst til að endurreikna lán viðskiptavina eftir að lánaskilmálar þeirra hafa verið dæmdir ólögmætir, eða skera úr um önnur ágreinismál?

„Mér er persónulega kunnugt um það, og ég hef fyrir því áreiðanlegar heimildir, að allavega einn bankinn leggi þá línu fyrir sitt starfsfólk að það skuli neita öllum óskum, beiðnum og körfum um að sjálfskuldarábyrgð skuli felld niður á þessum grunni,“ sagði hagfræðingurinn Ólafur Arnarson í Bítinu á Bylgjunni á föstudagsmorgni.

Þar var til umræðu nýlegur dómur Héraðsdóms Reykjaness þar sem sjálfskuldaábyrgð var dæmd ógild og felld niður.

Ólafur upplýsti eftir smá umhugsun að bankinn sem hann ætti við væri Arion Banki, en bætti því við að aðrir bankar væru varla skárri.

En af hverju skyldi bankinn taka þessa stefnu, þvert á nýfallinn dóm?

„Jú, af því að 90 til 95 prósent af þessu fólki tekur það gott og gilt og sækir ekki sinn rétt.“

Þetta er sorglegt, en áreiðanlega rétt, þó Arionbanki maldi í móinn og vísi í einhverjar tölur sem þeir varpa fram um að 200 ábyrgðir hafi verið felldar niður.  Sú tala gæti þess vegna verið samtala allra afskrifta frá upphafi bankarekstur á Íslandi þó ‘Arionbanki’ sé nefndur.  Spunameistarar eru nefnilega sérfræðingar í að skilja hluti öðruvísi en fólk almennt myndi gera ef það fengi aðgang að öllum upplýsingum.

Nýlegt dæmi um þennan „misskilning“ er „svigrúm bankanna til afskrifta“, en það var sagt að slíkt svigrúm væri „ekkert“, en svo er tugmilljarða leiðréttingum dembt á bankana með einum dómi, og þá er það ekkert mál, bara dálítil aukavinna fyrir starfsfólkið að endurreikna allt dótið.  Steingrímur Joð kom svo í fréttirnar í gær og útskýrði betur að það væri ekkert svigrúm til að afskrifa, því skilgreiningin á þeirri setningu væri út frá hugsanlegum afslætti nýju bankanna á lánasafninu og útreikningum þeirra sjálfra á því hve mikið þeir hafi nýtt sér þann afslátt nú þegar.

Lærum nú á þessu.  Ef við berjumst ekki fyrir rétti okkar með einum eða öðrum hætti, og ekki endilega fyrir þessum furðulegu dómsstólum með sínu sérstöku sýn á réttlæti, þá eigum við engan rétt, erum eins og sauðfé í eigu fjármagnseigenda, þeir ákveða hverjir fara í fjárhúsin að hausti og hverjir í slátrið.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s