Samfélagsleg ábyrð samfélagsfirrtra fjölmiðla

Valdhafar…


…á öllum tímum og í öllum heimshlutum hafa haft eitt höfuðmarkmið, sem er að halda völdum. Þessu markmiði hafa þeir leitast við að ná annars vegar með ógninni af nöktu líkamlegu ofbeldi. Í höndunum á snjöllum og samviskulausum foringja getur þessi aðferð gefist vel en hún er vitasiðlaus og beinlínis andmenningarleg og í því liggur hættan fyrir foringjann. Einmitt vegna þess hversu siðlaus hún er getur vopnið, þ.e. herinn, snúist gegn foringjanum þegar minnst varir (eins og dæmin sanna). Hins vegar er aðferð sem byggist á því að ná forræði yfir hugum þegnanna með siðferðilegum rökum og tilvísun í menningarlega samheldni. Í þessu augnamiði hafa skynsamir þjóðaleiðtogar komið sér upp tækjum til að móta hugsun og umhugsunarefni alþýðunnar. Ríkjandi trúarbrögð, hverju nafni sem nefnast, hvar sem er í heiminum, hafa ævinlega verið tæki í höndum valdhafanna. Augljóslega er þessi síðartalda aðferð miklu eftirsóknarverðari en hin fyrri (hún er bæði ódýrari og öruggari), jafnvel þótt í framkvæmd sé einatt gripið til einhverrar blöndu af þeim tveim.

 

Samfélagsleg ábyrgð fjölmiðla (og nýir tímar örfjölmiðla)

Laugardagur 18. febrúar 2012 kl. 13-15

Þorbjörn Broddason
Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4

Þorbjörn Broddason, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, flytur erindi í Grasrótarmiðstöðinni n.k. laugardag undir yfirskriftinni: Samfélagsleg ábyrgð samfélagsfirrtra fjölmiðla. Fyrirlesturinn hefst kl. 13:00 og lýkur kl. 15:00. Þorbjörn er löngu þekktur fyrir fjölþættar fjölmiðlarannsóknir sínar en niðurstöður þeirra hafa birst í fjölda fræðirita og -greina sem hafa komið út eftir hann bæði á íslensku og ensku.

Í erindi sínu mun Þorbjörn m.a. benda á að valdhafar á öllum tímum og í öllum heimshlutum hafa haft eitt höfuðmarkmið; sem er það að halda völdum. „Í þessu augnamiði hafa skynsamir þjóðaleiðtogar komið sér upp tækjum til að móta hugsun og umhugsunarefni alþýðunnar.“

Þorbjörn mun líka tala um þau tímamót sem runnin eru upp með því sem hann nefnir ofurmiðla og örmiðla.  Ofurmiðlarnir eru þeir sem eru miðstýrðir, búa yfir óhemjufármagni, virða engin landamæri og eru þar með utan allrar pólitískrar lögsögu. Örmiðlarnir eru aftur á móti þeir sem eru í höndum mjög fámennra hópa, jafnvel bara eins, og eru veikburða eftir því en geta eigi að síður náð til milljóna og aftur milljóna fyrir atbeina
samskiptaforrita á netinu.

Þessi tímamót eru svo stórkostleg að Þorbjörn hikar „ekki við að jafna þeim við byltingu Gutenbergs.“

Allir eru hvattir til að mæta og hlýða á áhugavert erindi og taka þátt í lifandi umræðum að því loknu.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s