Matarslagur – erfðabreytt ‘hugverk’ í eigu stórfyrirtækja

Með vaxandi velvild stjórnvalda við málstað þeirra sem telja að hægt sé að stela „hugverkum“ og að yfirvöld eigi að koma í veg fyrir slíkt með ritskoðun, forvirku eftirliti og sérsveitum, þá má sjá dögun nýrra tíma þar sem matarbúr heimsins er ‘hugverk’ í eigu stórfyrirtækjanna, og óleyfilegar afætur þarf að uppræta með nazískum aðferðum.

Er hægt að stela einhverju án þess að taka það úr vörslu annars?  Já, segir STEF, RIAA og Hollywood iðnaðurinn, sem þykist tapa fúlgum á hverri mínútu meðan ‘hugverk’ þeirra streyma um skolppípur internetsins inn á tölvur landsmanna.

Höfundarréttur er ekki lengur mestmegnis heiður, heldur alvöru söluvara sem hægt er að selja til stórfyrirtækja eða nota til að drepa nýsköpunarfyrirtæki í dróma málaflutnings fyrir dómstólum og endalausar varnir gegn hrópandi múgi lítilla og stórra eigenda ‘hugverka’.  Það er að segja, ef ACTA, SOPA, PIPA eða aðrir óþverrasáttmálar eða lagabálkar ná fram að ganga.

Ónýtir fjölmiðlar sem klappa fyrir vitleysu dagsins, hvort sem það er ‘íslenska efnahagsundrið’ eða nýjasta spunalumman frá stjórnmálaflokkunum, sjá einnig gróðavon í ruglinu.  Fyrir um tveimur árum hóf mbl.is sókn, birti fyrirvara um „höfundarrétt“ og bann við „hotlinkum“ á síðu sinni, auk þess að um tíma var ekki hægt að gera „copy / paste“ af síðum blaðsins, nema samþykkja einhverja bull skilmála um notkun efnisins.  Erlendir báknmiðlar í sömu hugleiðingum birtu verðlista, þar sem fólki var boðið að afrita efni og greiða fyrir notkun þess, 25 dollara fyrir eina setningu, 50 fyrir málsgrein og nokkur hundruð fyrir eina grein.

Það gæti þýtt að sá fyrsti sem lýsir höfundarrétti á „Tekið á málinu af yfirvegun,“ eigi það ‘hugverk’ með húð og hári upp frá þeirri stundu, og ef aðrir nota þessa setningu, þá skuldi þeir 25 dollara til mbl.is!

Hingað til hafa fréttir talist opinberar og í almannaeign.  Kurteisi að vísa í uppruna, en eðli málsins samkvæmt, þá ganga fréttir manna á milli og hafa alltaf gert það.  „Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það,“ gæti öðlast nýja merkingu, þú getur fengið þessa frétt hjá mér ef þú borgar mér nokkur hundruð dollara!

Víglína baráttunnar um viðurkenningu á höfundarrétti á fréttum hefur færst ögn til baka, sem betur fer, en málfrelsið og sköpunargleðin við að skapa eftirmyndir af Hollywood ræmum á harða disknum sínum eru nánast smámunir miðað við næsta skref í þessari helför.

Það var gríðarlegur sigur fyrir stórfyrirtækin þegar þeim tókst loks að fá genabreytingar og genarannsóknir viðurkenndar sem vernduð hugverk.  Áður var Guð eigandi hugverksins ‘lífs’ og við nutum örlæti hans og kærleika og máttum nota líf okkar, flóru og dýra merkurinnar til þess að blómstra og breyta jörðinni í paradís.  Það er allt að breytast, og breytast hratt.

Nú eiga Monsanto og nokkur önnur stórfyrirtæki réttindin á ‘hugverki’ ýmissa erðabreyttra planta.  Þegar þessar hryllilegu viðbjóðsplöntur menga svo upprunalega lífríkið með copy / paste torrent aðferðum sem við ráðum ekkert við, þá líta dómsstólar svo á að Monsanto og hin stórfyrirtækin eigi þessi nýju hugverk sem hugsanlega vaxa í garðinum þínum, eða á akri sem þú sáðir óerfðabreyttu í, en mengaðist af einhverjum orsökum af erfðabreyttum óþverra.

Þá ert þú að stela frá Monsanto, þeirra hugverki.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s