Líbískir transar ofsóttir af NATÓ

Mynd CC Aimee Ardell

Þó Gaddafi hafi verið ljúfur landsfaðir sem lagði grunn að miklum sósíalblóma Líbíu fyrir frelsun, þá var hann ekki kominn langt í réttindamálum samkynhneigðra og villtra.  Hvernig ætli þessi uppáhalds mannréttindi vesturlanda hafi þróast undir stjórn al-Quaeda og Nató?

Við kippum okkur ekki mikið upp við fangaflug, pyndingar eða forvirkar njósnir stjórnvalda um borgarana, en ef einn gamaldags kristniboði talar um „synd“ í sambandi við þá sem ekki rata syndlausa leið þegar kemur að kynhvöt, þá trompast allt þjóðfélagið.

Íslendingar ættu samt að íhuga ruglið í heimsmálum í stærra samhengi og ýmis grundvallar mannréttindabrot.  Hvernig skyldi trönsum og hommum ganga í nýju Líbíu, þar sem menn og konur eru drepin fyrir húðlit sinn eða annarskonar grunsemdir um að fólk hafi stutt Gaddafa.  Þær grundsemdir eru auðvitað oft alveg réttar, því langstærstur hluti þjóðarinnar studdi sósíalblóma Gaddafa og vildi ekkert hafa með uppreisnarseggi al-Quaeda og Nató.

Hér er ágrip á viðtali Pink News við Khaleed sem er 31 árs gamall baráttumaður fyrir réttindum kynvillinga og líbísku byltinguna, fyrir og eftir Gaddafa.

„Það eru gjörsamlega engir hópar, samtök eða jafnvel einstaklingar í Líbíu sem tala opinberlega um réttindi kynvillinga, efnið er samfélagslegt og trúarlegt tabú,“ segir Khaleed.

Þó lagaramminn geri ráð fyrir 5 ára fangelsi fyrir þá sök að karlar makist, þá veit ég ekki um neitt tilfelli þar sem menn hafi verið ákærðir samkvæmt þessum lögum, og mér þykir leitt að engin mannréttindasamtök eða hommasamtök hafi reynt að rannsaka hvort menn hafi verið fangelsaðir fyrir þetta, eða ræða þessi mál yfirleitt.“

Flestir líbískir villingar nota internetið til að daðra og ákveða ástarfundi og nota þá sérstaklega gleðisíðuna Manjam til þess.  En í netheimum eru menn ekki öruggir fyrir syndaveiðurum:

„Það hefur ekki verið auðvelt fyrir mig að vera kynvillingur í Líbíu.  Lögreglan rannsakaði mig meðan Gaddafi réði, þegar þeir sáu síðuna mína á Manjam, þeir komu heim til mín og snéru fjölskyldu minni gegn mér, en það olli mér miklum vandræðum.  Það tók mig tvö ár að koma þeim málum aftur í sæmilegt horf.

Khaleed vill leggja áherslu á eftirfarandi vegna alls þess heilaga málæðis frá vesturlöndum um ‘frelsun Líbíu’: „Ég vil bara segja dálítið til lesenda í Evrópu og Norður-Ameríku:  Tæknin til forvirkra rannsókna á gjörðum manna eins og mín á internetinu er sprottin undan rifjum stjórnvalda og fyrirtækja á vesturlöndum.“

Hann veit ekki nákvæmlega hvers vegna hann lenti í þessari internet úttekt og rannsókn, en hefur sínar grunsemdir: „Mér finnst líklegt að rannsóknin hafi komið í kjölfar athugasemda sem ég gerði á netinu um mannréttindi í Líbíu, og vegna þátttöku minnar í umræðum um frelsi og trúmál.  Ég held þetta vegna þess að ég veit ekki til þess að félagar mínir og kunningjar hafi orðið fyrir barðinu á svipuðum rannsóknum.“

Seinni hluti þessa viðtals virðist hafa tafist eitthvað, átti að birtast síðasta föstudag.

http://www.pinknews.co.uk/2012/02/08/interview-gays-and-the-libyan-revolution-before-and-after-part-one/

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s