Þúsundir mótmæla ACTA í Evrópu

Frá nýlegum mótmælum gegn ACTA í Dortmund, Þýskalandi.  
Mynd CC Alexander Lippling

SOPA, PIPA og ACTA eiga það sameiginlegt að vera þrír armar lagalegs kolkrabba sem vill ná hálstaki á tjáningarfrelsi á internetinu undir yfirskini „verndar á höfundarrétti hugverka“.

Hér er spurning til þín: Ef Glanni glæpur setur höfundarvarið efni á heimasíðu sína sem hýst er af Veflausnum og einhver kærir svo verknaðinn, hver er þá ábyrgur?  Núna væri það Glanni glæpur.  Ef með ACTA þá eru Veflausnir einnig sekar.  Það sem meira er, ef Gunni Gaukur bloggar um myndina hans Glanna og birtir tengil af moggabloggi sínu, þá eru Gunni Gaukur og mogginn einnig samsekir.

Hvað gerist í framhaldinu?  Nú myndi þurfa að rannsaka kæruna með þeirri forsemdu að Glanni glæpur, Veflausnir, Gunni Gaukur og Mogginn væru saklausir uns sekt er sönnuð.  Með ACTA, þá er yfirvöldum í sjálfsvald sett að hindra vefumferð til netþjóna Veflausna og Moggans,  og allir aðilar þyrftu að sanna sakleysi sitt eða borga sektir / fara í fangelsi, því þeir eru sjálfkrafa sekir þar til sakleysi er sannað.

Ein athugasemd við “Þúsundir mótmæla ACTA í Evrópu

 1. Mér finnst það ekki koma nógu sterkt fram,í þessari grein, að það verða einkaaðilar sem framfylgja þessum lögum,ekki stjórnvöld.Rétt einsog WTO,Trilateral commision,UN og Federal reserve eru ekki stjórnvöld.
  Það er náttúrulega ekki hægt til lengdar að fólk geti gagnrýnt stjórnvöld á opinberan,þægilegan máta,því stjórnvöldum er stjórnað af einkaaðilum sem finna yfirráð sín fara þverrandi,vegna óhefts skoðanafrelsis og upplýsingahraða.
  Stjórnvöld eru farin að sjá að jafnvel verstu sauðir fatta á endanum hvað er í gangi,því upplýsingarnar eru útum allt internetið.Þessvegna er brýnt að loka fyrir það.
  En hvernig er með Ísland?
  Samkvæmt Wikipedia erum við ekki aðilar að ACTA.
  Getur það verið að ekki standi til að copy/paste þessi lög í alþingi(get ekki lengur sagt „á Alþingi“)?
  Getur verið að íslensk stjórnvöld hafi sjálfstæða hugsun í þetta, en aðeins þetta skipti?
  Ef svo er,gætu Íslendingar hýst alla ACTA bannaða servera?
  Ég bara spyr,svona í djóki?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s