Kirkjan hótar Óbama

Leiðtogar kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum eru ósáttir við ný lög um skylduaðild launagreiðenda að sjúkratryggingum sem bjóða upp á ókeypis fóstureyðingar og getnaðarvarnir.

Æðstuprestarnir eru æfir og fastráðnir í því að virkja atkvæðamátt 70 milljóna bandarískra kaþólikka til að hindra framgang Óbamacare svikamyllunnar, sem tryggir einokunarmátt nokkurra stórra tryggingafélaga á sjúkratryggingum auk þess að draga úr kostnaði þeirra við heilbrigðisgæslu með því að staðla notkun ódýrustu úrræðana við sjúkdómum, en til að skýra þá stefnu hefur oft verið nefnt að ávísa hjartamagnyl við hjartaáföllum, eða plástrum við beinbrotum.  Það eru ef til vill ýkt dæmi, en þau gefa hugmynd um þá læknisþjónustu sem verður í boði þegar sjúkratryggingar eru komnar í einokun og aðeins er borgað fyrir ákveðna meðferð (samþykkta af tryggingafélögunum) við sjúkdómum.

Það fer samt ekkert í taugarnar á kaþólsku kirkjunni, heldur er það ákveðin rausn sem þó er innbyggð í kerfið.  Þrátt fyrir að ekki megi nota dýr en skilvirk úrræði við sumum sjúkdómum í Óbamacare útópíunni, þá er gert ráð fyrir að peningar sem vinnuveitendur (þar á meðal kaþólskir spítalar, skólar og góðgerðastofnanir) eru tilneyddir að greiða í tryggingasjóðinn verði notaðir til að kaupa getnaðarvarnir, fóstureyðingarlyf og ófjórsemisaðgerðir fyrir launþega.

Catholic League Poised To Go To War With Obama Over Mandatory Birth Control Payments

 

Mynd CC zoutedrop

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s