Þjóðernissósíalisti sem elskar ESB

Mynd: Pilsaþytur, CC grayloch.  Er sjálfstæði ef til vill bara fólgið í sterkum þjóðareinkennum, svo sem skotapilsum og sögum um nísku?  Það þarf kannski ekki þetta gamaldags sjálfstæði, svo sem að ráða landamærum, landi, frelsi og lögum?

Egill fékk til sín flókinn þjóðernissinna í Silfrið í dag, Gerry Hassan berst að eigin sögn fyrir sjálfstæði Skotlands, en slíkt sjálfstæði rúmast hæglega innan ramma breskrar drottningar, náins samstarfs við breska heimsveldið og inngöngu í ESB í trássi við þjóð sína.

Gerry talaði liðugt og var eins og kamelljón, rétt þegar áhorfendur töldu sig vera farna að skilja afstöðu hans, þá breyttist hún, þó einhvernveginn þannig að allt virtist fullkomlega rökrétt og eðlilegt.

Sem dæmi má nefna að Egill spurði kappann hvort Skotar væru þá almennt fylgjandi ESB inngöngu, en það var eðlileg spurning miðað við það sem á undan var komið frá kappanum, en þá svaraði hann því til að Skotar væru jafnvel enn andsnúnari ESB heldur en Bretar, og Bretar séu alræmdir fyrir andstöðu sína við ESB.  Það er alveg rétt hjá Gerry, breskur almenningur er ekkert hrifinn af ESB og var leiddur inn í bandalagið án þess að fá að kjósa um það eða hafa eitthvað um það að segja, yfirleitt.

En síðar í viðtalinu kemur svo í ljós að Gerry sér þessa sjálfstæðisbaráttu Skota sem baráttu um mjög nútímalegt sjálfstæði, sjálfstæði þar sem drottningin (eða hvaða óbermi sem fer með bresku krúnuna) drottnar yfir þinginu og þjóðinni, og náið samstarf er við Breta og breska ríkjasamlagið auk þess sem hið nýja sjálfstæða Skotland verður í ESB, þvert á vilja þjóðarinnar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s