Orðaskak og netáflog minnipokamannanna

Páll Magnússon útvarpsstjóri og Davíð Oddsson foringi Morgunblaðsins og fyrrum einkavinavæðingarstjóri láta nú gusurnar ganga hver á annan í tilraun til að líta betur út með því að sverta hinn.

Páll brást við nýlegu Reykjavíkurbréfi Davíðs Oddssonar („svartagallsrausi“ um ábyrgð RÚV á hruninu) með því að senda inn grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær, 28. janúar 2012.

Páll nær sér á góðan skrið með því að særa fram minninguna um bróðurlegt samstarf þeirra Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddssonar, en það samstarf og blóðþyrstar yfirlýsingar þeirra bræðra um „viljuga þjóð“ varð Helga Hóseassyni innblástur að einu af ódauðlegum mótmælaspjöldum sínum, en þar var letrað „Blóð Busi Davi Dóri“.

Hann segir þá blóðbræður svo gott sem hafa gefið  „fjárglæframönnum báða ríkisbankana, sem síðan færðu þá úr hefðbundinni fjármálastarfsemi yfir í skipulagða glæpastarfsemi.“  Ekki er hann heldur mjög hrifinn af störfum Davíðs í Seðlabankaheiminum.

Ástæða þess að Páll fer svo mikinn gegn frænda sínum, en hann var einmitt skipaður útvarpsstjóri árið 2005 í bullandi meðbyr og velvilja Dava og Dóra, nógu snemma til að passa að fréttaflutningur af „íslenska efnahagsundrinu“ væri í réttum skorðum, er líklega sú að nú þegar Davi er orðinn minnipokamaður úti í móa, þá vogar hann sér að gera tilraun til að fleyta Mogganum upp með því að segja satt um fréttaflutning RÚV af „undrinu“ og láta eins og hann hafi sjálfur verið saklaust fórnarlamb í málinu öllu, lítill bógur á Alþingi sem blakti ósjálfbjarga í gustinum frá útrásinni.

Páll segir fjölmiðla hafa brugðist hlutverki sínu í aðdraganda hrunsins, en hann segir þá hafa brugðist „misjafnlega“.  Verst brást Fréttablaðið, að mati útvarpsforingjans, en síst Ríkisútvarpið.  Það styður hann með vísun í það að RÚV hafi birt aðvaranir þeirra „sérfræðinga, íslenskra sem útlenskra, sem vöruðu við því hvert stefndi.“

„Það kom þó fyrir lítið,“ segir útvarpsstjórinn, og nú er það hann sem spilar hlutverk vindhanans, sem bara snérist ósjálfbjarga eftir veðrum og vindum glæpaaflanna og áliti „alvöru“ sérfræðinganna.

Við á Kryppu höfum til gamans birt tengla í þá sannleiksmola sem birtast annað slagið hjá stórstraumnum, mitt á milli alls lygaflóðsins.  Nútíma vindhanafréttamennska er einfaldlega hönnuð til að heilaþvo fólk með þeim skilaboðum sem best borga.  Hvaða gagn er af því að birta rétta frétt í dag, en kafsigla hana samstundis í flóði annarra frétta sem stangast á við sannleikann?

Þegar fréttamenn taka enga afstöðu, þeir tala við hina og þessa, ýmislegt bitastætt kemur í ljós eða er gefið í skyn, en fréttamennirnir telja það hlutverk sitt að teflon-húða eigin huga þannig að upplýsingarnar streyma beint í gegn og skilja ekkert eftir.

Dæmi um þetta er Egill Helgason og Silfrið hans.  Hann hefur fengið marga merka gesti, Hudson, John Perkins, Bill Still og fleiri sem segja honum allskyns afhjúpandi fréttir, en Egill man ekki staf úr þessum viðtölum þegar hann svo talar við íslenska stjórnmálamenn eða aðra „sérfræðinga“.

Fréttamenn þurfa að eiga samvisku og þyrsta í að skilja það sem þeir fjalla um.  Þeir mega ekki láta stofnanavæða sig.  Þá verða þeir bara klappstýrur í hverri þeirri vitleysu sem vel fjármagnaðir þrýstihópar (stjórnmálastéttin, fjármálaglæpamennirnir, flokkarnir) setja á svið hverju sinni.

RÚV brást eins mikið og hinir fjölmiðlarnir.  Nei, RÚV brást miklu meira en hinir fjölmiðlarnir.  RÚV er fjármagnað af okkur, fólkinu, hinir fjölmiðlarnir eru miklu háðari fjármagninu og viðkvæmari þegar kemur að því að skera sig úr, taka forystuna í baráttu gegn spillingu og einokun.  Fréttamennirnir brugðust líka.  Hver og einn hefði átt að mynda sér skoðun, rannsaka það sem óhreinu „sérfræðingarnir“ og almenningur var að slúðra um og skrifa sannleikann, þó það hefði þýtt að þeir missi vinnuna.  Kannski hefðu þessi fjölmiðlaveldi þá bara visnað upp og dáið þegar alvöru fréttafólk hefði stofnað nýjan fjölmiðil sem virkaði raunverulega sem fimmta valdið?

http://www.dv.is/frettir/2012/1/28/mannfyrirlitning-heift-og-forheimskun-i-skrifum-davids-saetir-undrun/

Ein athugasemd við “Orðaskak og netáflog minnipokamannanna

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s