Obamney gegn fólkinu 2012

Mynd CC DonkeyHotey

James Corbet og James E. Pilato spjalla um fréttir í þætti sínum „Veröld ný, í næstu viku“.

Kryppa sagði frá því í vikunni hvernig baráttan um útnefningu forsetaframbjóðenda repúblikanaflokksins er nú í raun aðeins milli erfðalauksins Romney og óþekktarpjakksins Ron Paul.

Þeir félagar taka þetta einu skrefi lengra og segja kosningarnar 2012 vera baráttu milli Obamney (Obama og Romney saman í liði) gegn fólkinu.

Baráttan snýst ekki endilega um hver verður kosinn í Hvíta Húsið, Corbett segist ekki trúa á frelsaraforritið, hugmyndina um að ef bara einhver einn komist að í einhver embætti eða vinni kosningar, að þá breytist heimurinn.  Það er sem sé alveg möguleiki á því að Ron Paul komist til valda en nái ekki að breyta kerfinu af einhverjum ástæðum, svo sem fyrirstöðu í kerfinu, að hann verði fyrir þvingunum, eða hreinlega myrtur.  En ef kosningabarátta hans nær að kveikja frelsishugmyndina í brjósti nógu margra Bandaríkjamanna (og manna yfirleitt), þá verður skriðan ekki stöðvuð.

Þetta orða sumir í andspyrnunni að mótspyrnan og baráttan sjálf sé lykillinn að sigrinum, eða jafnvel sigurinn sjálfur.  Með því að breyta um stefnu í mannhafinu, þá sigrum við öll, þó enginn einn verði útnefndur „frelsarinn“.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s