Hræsni að hneykslast á mígandi hermönnum

Eftir að myndir birtust á youtube þar sem bandarískir hermenn sjást míga yfir nýdrepin fórnarlömb hafa ýmsir toppar á vesturlöndum fyllst heilagri reiði og fjölmiðlar eru duglegir að spila með í leikritinu „þetta er allt þeim að kenna.“

Það minnir raunar á Abu-Ghraib fárið á sínum tíma.  Þar voru nokkrir hermenn teknir fyrir og þeim kennt um allt saman.  Auðvitað voru þetta ekki siðferðislega sterkustu greyin í Bandaríkjaher, fröken London og félagar, sem brugðust við biluðu ástandi á fyrisjáanlegan hátt.  Það er ekki eins og við vitum ekkert um það hvernig fólk hagar sér þegar það er einangrað í einhverjum hlutverkum.  Þar er nóg að benda á Fangelsistilraunina í Standford, en nýlega var gerð Hollywood mynd um hana.  Sú tilraun var stöðvuð þegar starfslið háskólans áttaði sig á því hve ástandið var oðið ruglað.  En hver á að stöðva ruglið í þessum litlu NATÓ helvítum sem við erum að skapa út um víðan völl?  Eru það hermennirnir sem eru þar undir heraga og pressu?  Eða Bogi Ágústsson hjá RÚV og félagar hanns??

Ég myndi segja að ábyrgðin sé þúsund sinnum meiri hjá Boga, heldur en þeim sem pissuðu á borgarana sem þeir voru að drepa.  Pissið er hluti af sjálfsvarnarbúnaði þeirra.  Þeir gætu varla lifað með þeirri samviskubyrði sem því fylgir að viðurkenna algerlega fyrir sjálfum sér og öðrum, að þeir drepi saklaus börn, konur og menn, í bland við einhverja örvæntingarfulla frændur, ekkla og ekkjur sem eru að reyna að hefna fyrir dráp á fjölskyldu sinni með árásum á árásarherinn.

Hermennirnir verða að „dehumanize“ fórnarlömbin, hugsa um þau sem skrímsli, óþverra, ómenni, handklæðahausa, sandnegra, viðbjóð og svo framvegis.  Þeir verða að trúa því að þeir séu að vinna „góða“ vinnu, nema auðvitað þeir fáu sem eru siðblindir.  Þeir þurfa ekki að pissa á líkin, þeir siðblindu geta háð fágað árásarstríð og hagað sér samkvæmt bókinni í öllum tilvikum.  Þeir þurfa ekkert að „meðhöndla“ eigin sjúka huga, sjúkt manngert helvíti er alveg jafn eðlilegt umhverfi fyrir þá eins og friðsæld á vesturlöndum.

En hjá RÚV og bandarískum ráðamönnum snýst pissatvikið fyrst og fremst um það að einhver hálfgeðveik grey séu vondu karlarnir.  Þeim dettur ekki í hug að snúa sér að rót vandans, og hætta þessum ólögmætu stríðum.

 

Mynd CC izatrini_com

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s