Getulaus gegn Guantanamó segir RÚV

Í dag eru 10 ár frá því að hinar smánarlegu Guantanamó fangabúðir voru opnaðar á Kúbu, en þar eru enn 171 manns í haldi án dóms og laga og alveg án nokkurra takmarkana á lengd frelsissviptingarinnar.

Nær 800 manns hafa verið sendir í þetta vestræna gúlag, þennan smánarblett á réttarsamfélaginu og blygðunarlausu kolsvörtu vörtu á ímynd okkar og NATÓ sem „góðu karlanna“ í samfélagi þjóðanna.

RÚV klikkar ekki á að fagna þessum áfanga, enda getur stofnunin og þulir hennar gert tilkall til þess „heiðurs“ sem felst í því að fá fólk sem telur sig réttlátt og friðelskandi að líða stuðning Íslands við slík vinnubrögð.

Hjá RÚV er það alger tilviljun að búðunum hefur ekki verið lokað þrátt fyrir að það væri eitt af helstu loforðum Óbama forseta í kosningabaráttunni, þessari sömu sem gekk út á „breytingar“.

Skýringar RÚV á því hvers vegna friðarleiðtoginn brást í þessu máli eru þær að meirihluti þingmanna kom í veg fyrir brottflutning fanga og Óbama reyndist getulaus gegn slíkum bellibrögðum.

Það er ekkert verið að spá í öll hin tilvikin þar sem forsetinn fer á ská við þingið og kemst upp með það.  Hann getur til dæmis notað „signing statements“ þegar hann undirritar lög frá þinginu.  Eða sent mál í gegn þegar flestir eru í fríi (t.d. í Thanksgiving fríi, eða um áramótin).  Hann hefur gert þetta við mál sem honum (eða höndlurum hans) finnst mikilvægt að þrýsta í gegn.  En Guantanamó var ekki eitt af því.

Svo ber einnig að skoða hvað hann vildi gera í staðinn fyrir Guantanamó.  Þó fangelsinu hefði verið lokað, þá átti aldrei að hætta með leynifangelsi eða handtökur án dóms og laga.  Það átti bara að loka þessum stað og opna nýja í staðinn.  Innan Bandaríkjanna!

RÚV klikkar ekki á að fagna 10 ára afmæli ógeðsins, en það er RÚV sjálft sem er getulaust og risastór svört varta á eyrum og augum almennings á Íslandi.  Varta sem beygir raunveruleikann og heldur okkur rólegum meðan mannréttindabrot, óréttmæt stríð og morð eru framin í okkar nafni, sem þátttakenda í NATÓ.

Náengt:

Hitler í hægagangi

 

Mynd CC jef safi (writing)

RÚV: http://ruv.is/frett/guantanamo-10-ara-fangabudir

3 athugasemdir við “Getulaus gegn Guantanamó segir RÚV

  1. Það er alveg augljóst að það er bara verið að egna múslima til óhæfuverka. Múslimahatrið er ekki orðið nægjanlega mikið.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s