PIP stelpurnar og Landlæknir

Staðalímyndin Hooters stelpur, mynd CC MarkScottAustinTX

Málið með PIP sílíkón brjóstapúðana hefur fuðrað upp hér á Íslandi á nokkrum dögum, frá engri umfjöllun og yfir í að vera á allra vörum á sirka tveimur vikum.

Þó brjóstastækkanir séu ekki eitt af þeim aðalmálefnum sem Kryppa fjallar um, þá er þó athyglisvert hvernig þetta mál líkist öðrum málum sem við höfum fóstrað, mál sem tengjast frekar lyfjaframleiðendum og eftirlitsstofnunum.

Það er ekki eins og skandallinn með PIP brjóstapúðana hafi komið upp á Þorláksmessu.  Málið er búið að vera í farvegi í mörg ár.  Í víðara samhengi, þá hafa spurningar um öryggi ígræddra brjóstapúða verið uppi í tugi ára.

Þegar svo málið fer af stað, þá fer það í gegn um dæmigerða meðferð fjölmiðla, eftirlitsstofnana og sérfræðinga.

Dæmigerðar yfirlýsingar frá eftirlitsstofnunum spretta fram:  Engin ástæða er fyrir konur með sílíkonpúða frá franska fyrirtækinu PIP til að láta fjarlægja púðana. Landlæknir segir þá ekki hættulegri en aðra sílíkonpúða. (Vísir 30. desember).  Í sömu grein bergmála sömu rök og fyrir því að svínasprauta valdi bara drómasýki í Finnlandi, en ekki Íslandi:

„Við höfum tekið almenna afstöðu á grunni þeirra gagna sem okkur hafa borist frá nágrannalöndunum, meðal annars frá Bretum sem hafa kannað þetta mest og það er sameiginleg niðurstaða allra þeirra sem að þessu máli hafa komið í Evrópu, nema Frakka, að það sé engin ástæða til að fjarlægja þessar fyllingar,“ segir Geir Gunnlaugsson, landlæknir.

Svipaða sögu er að segja af tíðni leka í íslensku PIP börmunum, þar er tíðnin aðeins 1-2%, meðan erlendis er talað um að þessir púðar leki mun oftar en aðrir sílikónpúðar, eða í um 7% tilvika.

Íslensku eftirlitsstofnanirnar eru sjaldan með virkt eftirlit, þær treysta á erlendar eftirlitsstofnanir, alveg eins og læknarnir vita í raun ekkert nákvæmlega hvað þeir eru að græða í konurnar eða sprauta með bólusetningunum, þarna er pýramídi traustsins að verki, allir treysta á næstu sérfræðinga fyrir ofan sig í pýramídanum, þar til að kemur að grunnrannsóknum sem oft eru kostaðar af framleiðendum og hagsmunaaðilum, sem birta svo bara hagstæðar niðurstöður en henda hinum.

En það sem er sérstakt við PIP fárið er hve hratt það fer úr böndunum fyrir kerfið.  Á tveimur vikum hefur umræðan breyst úr því að engin ástæða sé til að hafa neinar áhyggjur og að sílikón (iðnaðar eða hreinna, CE merkt) sé algerlega saklaust fyrir fólk, hvort sem það snertir okkur tímabundið í túttum, vettlingum eða dýnum, eða er grætt innfyrir allar varnir líkamans í pokum sem geta svo sprungið og hleypt gumsinu út í líkamsvefina, og svo yfir í það hvort ríkið eigi að dekka björgunaraðgerðir, eða hvort konurnar sjálfar og fegrunarlæknar þeirra séu alfarið ábyrg.

Í gær hefur Landlæknir orðið að sveigja úr orðræðu um enga ástæðu til að fjarlægja þessar fyllingar, yfir í „aðgerðaáætlun í næstu viku.“

Enn um PIP-brjóstafyllingar

Landlæknir og Lyfjastofnun fylgjast grannt með þróun mála varðandi þær frönsku brjóstafyllingar, Poly Implant Prothese (PIP), sem hafa verið til umræðu að undanförnu. Íslensk yfirvöld eru í beinum samskiptum við viðkomandi yfirvöld í Evrópu og verið er að skoða samræmd viðbrögð.

Þá er verið að safna nauðsynlegum upplýsingum til að fá yfirsýn yfir umfang málsins hér á landi og erlendis. Af hálfu yfirvalda verður leitað leiða til að aðstoða þær konur sem hafa fengið PIP-brjóstafyllingar og má búast við því að heilbrigðisyfirvöld kynni aðgerðaráætlun í næstu viku.

Geir Gunnlaugsson
landlæknir

Ein athugasemd við “PIP stelpurnar og Landlæknir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s