Áramótaáróður RÚV

Ætli það séu ekki fleiri en ég að flosna upp úr áhorfendahópi áramótaskaupsins?  Ég hef allavega ekki getað horft á þessi skaup síðustu ár, stend upp og fer á netið, frekar en að ergja mig yfir áróðrinum.

Ég heyrði hlustanda Útvarps Sögu hringja inn og kalla skaupið „áramótaáróður RÚV“.  Það er réttnefni og kannski sjaldan eins áberandi og einmitt um þessi áramót, þar sem skaupinu var beitt gegn stjórnarandstöðu, en ekki gert með hefðbundnum hætti grín að stjórnvöldum og áberandi „bógum“ í þjóðfélaginu.

Nú voru það stjórnarandstaðan, forsetinn og einhverjir einstaklingar (??) sem fengu á baukinn.

Svo var klikkt út með ruglaðri draumsýn um að börnin á Íslandi væru að redda okkur úr kreppunni og ruglinu!

Þvílík vitleysa.

Við þurfum sjálf að taka til hjá okkur, losa okkur undan allt of miklum völdum spilltrar stjórmálastéttar og einkavinaeinokunarkerfisins.  Við getum ekki vellt þeirri ábyrgð á börnin.  Þau erfa landið, við ölum þau upp.  Eða eins og staðan er því miður í dag.  Kerfið elur börnin upp.  Ef við bíðum aðgerðalaus eftir því að 10 ára krakkar í einhverri samfylkingaræsku hreinsi til í landinu, þá breytist ekkert.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s