Samráðið svakaleg lukka

Fyrir „tilviljun“ og formlegt eða óformlegt samráð hækkaði verð á jólamatnum um sirka 40% hjá öllum okurbúllum Íslands fyrir jól, og svo stóðu þær saman í því að setja ekkert á útsölu fyrir, eða eftir jól.

Í gær, 2. janúar 2012, hafði Bónus enn ekki sett eitt einasta hangilæri eða hamborgarahrygg á útsölu þó talsvert sé í hillunum og vertíðin búin.  Íslensku samkeppnislögin hafa tekið við á ný, nú ræður sá verði sem mest þorir að hækka.

Neytendur hafa sofnað á verðinum, kannski voru þeir í einhverri fjöldavímu kveiktri af bullútsendingum RÚV og hinna fjölmiðlanna, og hafa trúað því að eitthvað góðæri sé komið á ný þar sem excel hagvöxtur okkar er „fimm sinnum meiri en í ESB“, þó það gleymist að útskýra fyrir fólki að fimm sinnum pínulítið er enn bara pínulítið, auk þess sem þessi hagvöxtur er í raun reiknaður af aukinni neyslu, eða jafn mikilli neyslu en hærra vöruverði.  Sem sé, excelhagvöxtur.

Sjáið þessi saklausu grey sem segja hróðug við RÚV að þau borgi hvað sem er fyrir jólamatinn.  Það þarf að senda neytendum minnisblað og skýra út fyrir þeim að segja ALDREI svona vitleysu, sérstaklega ekki við fjölmiðla eða fyrirtæki sem gera kannannir.  Þetta er bara opið veiðileyfi á neytendur.

Tengt: Jólasamráð kjötvinnslu og kaupmanna

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s