Sopa slæm fyrir hagkerfið

Washington bloggar:

Nei, Sopa frumvarpið bjargar ekki störfum eða styður við efnahagskerfið…   Það mun EYÐILEGGJA störf og helstu vaxtarsprota bandarísks efnahagslífs.

Stop Online Privacy Act (SOPA) er með öðrum orðum „vegabréf á internetið“, eða frumvarp til að koma í veg fyrir friðhelgi á internetinu, koma í veg fyrir að hægt sé að skoða internetið, senda eða sækja efni, án þess að allir pakkar sem fara inn og út úr tölvu þinni (eða vinnutölvu / bókasafntölvu o.s.frv), séu vandlega merktir með þínum rafrænu skilríkjum.

Frumvarpið er lagt fram undir því yfirskini að það bjargi störfum og styðji efnahagslífið, væntanlega þá í kvikmynda og tónlistariðnaðinum.

En raunin er sú að það eyðileggur störf og skaðar efnahagslífið.

Enginn mun fjárfesta í næstu Facebook, Yahoo, Reddit eða YouTube ef hægt er að loka á vefsíður með einni órökstuddri ásökun um höfundarréttarbrot.

Eini hluti efnahagslífsins [í Bandaríkjunum] sem er í góðum málum eru veftæknifyrirtæki, til dæmis er Google að ráða skafla af fólki um þessar mundir.  Sopa myndi slá á þennan vöxt og valda því að störf leggjast niður.

Fred Wilson áhættufjárfestir hefur þetta að segja um málið:

Stórfyrirtæki… hafa efni á að verja sig gegn lögsóknum frá þrætugjörnum útgefendum.  En þriggja manna nýsköpunarfyrirtæki eru varnarlaus.  Facebook, Twitter og Youtube voru þriggja manna nýsköpunarfyrirtæki fyrir ekki svo löngu.  Ef þessi fyrirtæki hefðu ekki haft þá vörn sem DMCA veitir þeim, þá hefði verið hægt að hrekja þau á hausinn með lögsóknum áður en þau höfðu nokkurn möguleika á að vaxa og þróast í þau stórfyrirtæki sem þau hafa gert.

Áhættufjárfestar munu hugsa sig um tvisvar áður en þeir festa stórar fúlgur í litlum fyrirtækjum í nýsköpun, ef þeir vita að mestur hluti þess fjár muni hverfa í lögfræðikostnað til varnar fyrirtækjunum, frekar en til að ráða tæknimenn til að skapa og byggja vöruna.

http://www.washingtonsblog.com/2011/12/sopa-would-destroy-jobs-and-the-economy-so-why-is-the-afl-cio-supporting-it.html

Tengt:

“Vegabréf á internetið” – hvers vegna?

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s