Öryggishliðin víðar en á flugvöllum


Úngfrú Júní í vinsælu öryggisdagatali frá umboðsaðila EIZO í þýskalandi.

Kryppa hefur margoft útskýrt hvernig lögregluríkið á flugvöllunum er bara upphafið að lögregluríki í samfélaginu og hversu mikilvægt er fyrir frelsiselskandi almenning að vinda ofan af vitleysunni.

En það er nauðsynlegt að benda á þegar sömu hlutir eru nefndir í stórstraumnum, því margir virðast bara ekki leggja neinn trúnað á það sem jaðarmiðlar segja, þó þeir séu oft samkvæmari sjálfum sér, með blaðamenn sem hafa skoðanir, en eru ekki bara viljalausar Orwell þulur, sem þylja að 2+2 séu 5, eða 3 eða 2, allt eftir því hvað stendur á skjálvarpanum (teleprompter).

Los Angeles Times segir sem sé eftirfarandi:  TSA screenings aren’t just for airports anymore, öryggishliðin eru ekki lengur bara bundin við flugvellina.  Þeir segja frá teymum sem flakka um, heimsækja lestarstöðvar, neðanjarðarlestarkerfin, strætóstöðvar og aðrar miðstöðvar almenningssamgangna „til að hræða burt hryðjuverkamenn“.  Gagnrýnendur segja þetta að mestu pólitískt leikhús.

Svo heldur stórstraumsblaðið áfram að lýsa aðgerðum svokallaðra VIPER teyma „Visible Intermodal Prevention and Response“ stendur þessi skemmtilega skammstöfun fyrir, en teymin hafa staðið að meira en 9.300 óvæntum öryggisuppákomum á árinu, þar sem þeir hafa pestað almenning með meira og minna sama ruglinu og viðgengst á flugvöllum.

Þá er kannski við hæfi að rifja upp nokkrar kryppusögur varðandi þetta lögregluríki sem er að klekjast út ef við spyrnum ekki við.

Þreifað á unglingadansleik

Káfið eykst í fótboltanum

Öryggisfulltrúi TSA deitaði 14 ára stúlku

Smeygja nú hönd ofaní buxur farþega

Öryggi, öryggi… allsstaðar

 

http://www.latimes.com/news/nationworld/nation/la-na-terror-checkpoints-20111220,0,3213641.story

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s