Allt sem mér var sagt er lygi

Vigilant Citizen er eitt merkilegasta vefsetur internetsins, þar finnur þú skarpar greiningar á táknum í popptónlist, arkitektúr og samfélaginu, ásamt ókeypis aðgangi að frábæru safni dulspekirita á rafrænu formi.

Í tilefni hátíðanna setur sá árvaki fram dálítinn pistil í ævisögustíl, hans saga um ‘vakninguna“, upplýsinguna þegar hann áttar sig á því að ullin hefur verið dregin yfir augun á okkur og við erum blind í draumaheimi.

Pistillinn er í þremur hlutum auk inngangs, fyrst talar hann um sjokkið og svartnættið sem fylgir því að komast að „sannleikanum“, og „sannleikann“ setur hann í gæsalappir, sennilega vegna þess að leitinni að sannleikanum lýkur aldrei, þvert á móti breytist skilningur okkar á honum því meira sem við köfum og gröfum í upplýsinguna.  Það eru bara vantrúarmenn og aðrir bókstafskreddukarlar sem sættast á einfalda svarthvíta mynd af heiminum.

Í öðrum hluta talar hann um það hvernig megi beita þeirri ólgu sem fylgir uppgötvuninni fyrir námsvagninn, að beina orkunni og óværðinni í farveg þekkingaröflunar og virkjun heilans, sem hefur verið á sjálfstýringu sjónvarpsins í áratugi.

Að lokum talar hann um þá frelsun úr hjólförunum sem felst í því þegar við náum því að greina raunveruleikann frá falsinu á eigin vegum.  Grípum aðeins niður í þriðja hluta hjá Vigilant:

Það þarf aðeins að horfa á MTV í nokkrar klukkustundir til að skilja að þáttagerð þess stuðlar að ákveðinni tegund gildismats hjá ungu kynslóðinni, þá sérstaklega mikilvægi efnislegra gæða, dýrkun á séð og heyrt fólkinu og frægð, upphafningu á ytra útliti og hinu yfirborðskennda, kynferðisvæðingu og girndarvæðingu á öllu, og svo framvegis.  Ungt fólk sem ekki hefur öðlast getu til gagnrýnnar hugsunar drekkur þetta allt í sig, samlagast því og á endanum, lifir lífi sínu á þennan hátt.  En menntað fólk sér samt í hendi sér að þessi gildi eru villuljós og gervilegar hyllingar.  Stór meirihluti andlegra hreyfinga í sögunni hefur einmitt einangrað þessa hluti sem hinar stórbrotnu blekkingar, gildrur sálarinnar.

Í dag malar massamiðillinn allsstaðar í síbylju og er svo áhrifamikill að milljarðar falla sjálfviljugar í gildruna.  Meðaljóninn þarf mikla afþáttun (Vigilant notar enska orðið „deprogramming“ – andstaðan við TV programming) til að öðlast eftirfarandi uppljómun: „Ég er ekki ofsafrægur, papparassar eru ekki að snuðra í mínum málum, ég er ekki á forsíðum blaðanna, ég á ekki Gucci tösku eða BMW með Lois Vuitton sætum… og hvað með það?  Þetta er allt rusl hvort sem er!“  Þessi uppljómun er einhver sú mesta frelsun sem við getum upplifað og mikið af óþarfa stressi gufar upp, eins og fyrir galdra.

Uppljómunin leiðir einnig til nýs gildismats þar sem einföldustu hlutirnir fá meira vægi, en þeir eru raunar mikilvægustu hlutar lífsins.  Að eyða tíma með ástvinum, njóta fegurðar náttúrunnar og verða að betri einstaklingum eru allt atriði sem kosta ekki krónu, en eru samt lykilatriði í leitinni að sannri hamingju. 

Kerfið sem nú ríkir leitast við að leiða okkur frá þessum gildum því þau skapa fólk sem þarf ekki á kerfinu að halda.  Kerfið vill okkur þurfandi og friðlaus og að líf okkar snúist um það eitt að kaupa draslið sem það selur okkur.  Kerfið vill að við sóum launum okkar, möxum kreditkortin og öxlum fáránleg veðlán til þess að endurskapa það sem við sjáum í sjónvarpinu.  Skuldir okkar eru hlekkirnir sem festa okkur í kerfið.

Þó þetta sé áhrifaríkur kafli, þá er þetta bara örlítill hluti af jólavisku Vigilant Citizen, takið ykkur smá tíma og njótið þess að lesa alla greinina.

http://vigilantcitizen.com/vigilantreport/despite-the-doom-and-gloom-my-corny-holiday-message/

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s