50 furðulegar efnahagstölur

Vefritið The Economic Collaapse skrifar um 50 bandarískar efnahagstölur frá árinu 2011 sem eru næstum of brjálæðar til að þær geti verið réttar.

Hér eru nokkrar af handahófi – allur listinn er tengdur neðst.

#1 Heil 48 prósent af Bandaríkjamönnum eru flokkaðir sem lágtekjufólk  eða fátækir.

#2 Ekki skánar það þegar litið er til barnanna.  57% allra barna í Bandaríkjunum búa á heimilum sem teljast hafa lágar tekjur, eða undir fátæktarmörkum.

#5 Í nýlegri könnun kom í ljós að 77 prósent bandarískra smáfyrirtækja ætla ekki að ráða fleiri starfsmenn á næstunni.

#9 Gallúp könnun sem gerð var fyrr á árinu sýnir að einn af hverjum fimm Bandaríkjamönnum í vinnu telja sig hafa of litla vinnu.

#11 Innan við 30% af störfum árið 1980 voru lágtekjustörf.  Nú eru meira en 40% starfa lágtekjustörf.

Mynd CC jimcrotty.com

#20 Geturðu trúað því að meðalverð heimila í Detriot er nú aðeins 6.000 dollarar (rúmar 7 milljónir).

#23 19% bandarískra karlmanna á aldrinum 25-34 ára búa hjá foreldrum sínum.

#25  Hlutfall kostnaðar  vegna heilbrigðisþjónustu í rekstri heimilanna hefur hækkað um meira en helming frá 1980, þá 9.5%, nú 16.3%

#26 Ein könnun sýnir að um 41% fólks á vinnualdri á ýmist í erfiðleikum með að greiða reikninga frá heilbrigðiskerfinu, eða eru að greiða af lánum sem tekin voru vegna heilbrigðisþjónustu.

#33 Bankarnir sem voru „of stórir til að mega fara á hausinn“ eru nú stærri en nokkru sinni áður.  Heildareignir sex stærstu bankanna jukust um 39% milli 30. september 2006 og 30. september 2011.

#34 Eignir sex erfingja Wal-Mart veldisins eru metnar álíka miklar og eignir 100 milljóna fátækustu Bandaríkjamannanna til samans (100 milljónir eru sirka 30 prósent Bandaríkjamanna).

#36 Getur þú trúað því að eignir 37% heimila fólks 35 ára og yngri eru engar eða heimilið í mínus?

#37 Aldrei hafa eins margir Bandaríkjamenn búið við sára fátækt eins og nú, en prósenta þeirra er heil 6.7%.

#41 Einn af hverjum sjö Bandaríkjamönnum þiggja félagslega aðstoð við matarinnkaup (food stamps).  Eitt af hverjum fjórum bandarískra barna þiggur þessa aðstoð.

#46 Ef Bill Gates gæfi hvert einasta sent sem hann hefur skrapað saman til bandarískra stjórnvalda, þá myndi það einungis duga fyrir 15 daga framúrkeyrslu þeirra í fjármálum.

 

http://theeconomiccollapseblog.com/archives/50-economic-numbers-from-2011-that-are-almost-too-crazy-to-believe

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s