Börnin grátandi og ælandi utan i tré

Fyrstu voru 10 börn send heim, daginn eftir voru 20 send heim.  Foreldrar sem sækja börnin úr skólanum sjá þau volandi og ælandi utan í tré fyrir utan skólann.

Hvað veldur?  Börnin segja að það sé ógeðslega heitt í skólanum, 90 – 95 á farenheit, eða 32 – 35 gráður celsíus.  Skólayfirvöld segja hitastigið mun lægra, eða í kring um 70 (21 gráða C).  Móðir segist hafa athugað hitamæli og lesið 85 (rétt um 30 gráður C).  Bandaríkjamenn eru ekki vanir því eins og sumar Evrópuþjóðir með það að lifa bara með þeim hita sem fylgir sumri eða suðlægum slóðum.  Þeir treysta á loftkælinguna og ódýra orku til að knýja hana. 

En með vaxandi grænfasisma er verið að neyða fólkið til að taka upp nýja siði.  Ekki aðeins hækkar verð á rafmagni og olíu, heldur er stóri bróðir að setja upp fjarstýrða hitastilla, þannig að í „neyðarástandi“, eða bara hvenær sem þeim sýnist, þá geta stjórnvöld sent út boð til þessara fjarstýrðu slettireka um hver hámarks og eða lágmarkshiti  sé í gildi.  Skólar eru einmitt vandlega undir ríkishælnum og því líklegt að loftræstingin sé ekki í góðu lagi, af tæknilegum stórabróðurástæðum.  Enda heyrist í fréttamyndbandinu hvernig kennarar eiga að hafa trúað foreldrum fyrir því að allt of heitt sé á sumum stöðum í skólanum.

Skólinn segir hinsvegar um „vírussýkingu“ að ræða.

Einn möguleikinn enn er sá að skólinn sé plagaður af eiturgufum frá furðulegum aðferðum olíuiðnaðarins til að seilast sífellt dýpra í oliu og gasauðlindir.  Þessi aðferð nefnist „fracking“ og felst í því að sprauta vatni, sandi og einhverjum efnum undir miklum þrýstingi niður í djúpar borholur nærri olíu og gaslindum.  Þetta veldur sprungum í berginu og gas og önnur efni eiga auðveldara með að safnast í bólur sem hægt er að tappa af.  Þetta veldur því einnig að vatnslindir mengast og gas sígur upp úr ólíklegustu glufum, til dæmis bara með drykkjarvatninu.

Sjá nánar um fracking: http://www.gaslandthemovie.com/whats-fracking

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s