Sérfræðingaplágan

Í dag erum við í samfélagi þar sem trúin hefur vikið sem helsti áhrifavaldurinn.  Í stað þess að klerkar messi yfir fólkinu hvernig það eigi að hugsa og haga sér, þá eru það vísindalegir prestar sem hafa tekið við og gera nákvæmlega það sama.

Það er endalaus straumur ‘sérfræðinga’ í fjölmiðlum á hverjum degi, þeir segja þér hvernig á að fara í sokkana, hvað er hollt, hvað er eðlileg hegðun og svo framvegis.  Okkur er í raun stjórnað á mun lævísari hátt heldur en nokkrum trúarbrögðum hefur tekist hingað til.

Bertrand Russel og félagar, sem dreymdi um þetta vísindalega alræðisþjóðfélag, sögðu í sínum ritum að það yrði mun gengdarlausara og vægðarlausara, þannig að þetta á bara eftir að versna ef við spornum ekki við.

Þessi inngangur er byggður á hluta úr einum af fjölmörgum snilldarútvarpserindum Alan Watt, frá CuttingThroughTheMatrix.com, og er einnig í frábærri umfjöllun James Corbett um sérfræðilógíu, Expertology, sem nálgast má í tengli hér að neðan.

Þar má finna mörg skemmtileg dæmi, svo sem þegar fréttamenn höfðu samband við „sérfræðing í fjölmiðlasiðferði“ við háskóla til að fá álit hans á misræmi í yfirlýsingum James Murdocks og tveggja topp forstjóra í fjölmiðlaveldinu, en Murdock þóttist ekkert vita um hleranir á vegum News of the World snepils í eigu fjölskyldunnar, en forstjórunum fannst það ómögulegt, miðað við reynslu sína af manninum.  Auk þess báru tvö vitni fyrir rétti að Murdock hafi vitað af hlerununum.

Sérfræðingurinn útskýrði að annar aðilinn segði ósatt.

Þurfti í alvöru einhvern sérfræðing í fjölmiðlasiðferði til að kveða úr um það?  Eða eru fréttamenn svo miklir hryggleysingjar að þeir geta aldrei tekið afstöðu til neins í eigin nafni? 

Frábær þáttur eins og oftast hjá James Corbett.

Hljóðskrá ásamat tenglum í ýtarefni hér að neðan:

http://www.corbettreport.com/episode-211-expertology/

Mynd CC jbcurio

Ein athugasemd við “Sérfræðingaplágan

  1. Þegar ég heyri setninguna „samkvæmt mati helstu sérfræðinga…“ eða aðrar álíka veit ég að það á að fara að ljúga að mér.
    Hvíti sloppurinn er hempa nútímans.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s