Glaðlegt einelti með bros á vör

Öfgahópurinn ‘Vantrú’ lýsti ‘heilögu stríði’ á hendur stundakennara við Háskóla Íslands og söfnuðurinn, sem hlýtur að teljast þrýstihópur á íslenskann mælikvarða, með sína 200 skráðu meðlimi og tugi háværra jámanna fylgdi fordæmi foringja sinna og notaði öll tækifæri til að ‘dóminera’ umræðu um aumingja stundakennarann, auk þess að svo virðist sem þeir sjálfir telji sig hafa kúgað siðanefnd Háskólans til að ganga erinda sinna gegn manninum.

Þetta kemur fram í óvenju bitastæðri grein eftir Börk Gunnarsson í stórstraumsmiðlinum ‘mbl.is’.  Börkur segir frá upphafi hins heilaga stríðs, eftir að meðlimur safnaðarins sem var við nám í Háskólanum í annari deild tekur kúrs hjá Bjarna Randveri Sigurvinssyni, hvattur til þess af Óla Gneista Sóleyjarsyni, sem er einn af leiðtogum Vantrúarsafnaðarins.

Í einhverskonar netspjalli gefur nemandinn Óla Gneista stutta og ónákvæma lýsingu á því hvað sé kennt og tekur á endanum glærur sem notaðar eru í námskeiðinu og kemur þeim til Óla Gneista.

Reynir Harðarson sálfræðingur sem er þá tekinn við formennsku í félaginu skrifar á innri vef félagsins hinn 12. febrúar 2010: „Kæru félagar. Klukkan 15.00 í dag lýstum við yfir heilögu stríði á hendur Bjarna Randveri og guðfræði í Háskóla Íslands.“

Í framhaldinu leggur söfnuðurinn fram kæru til siðanefndar HÍ sem byggð var á getgátum um að Bjarni hafi fjallað um heilaga Vantrú „með móðgandi hætti“ í fyrirlestrum sínum.  Siðanefnd HÍ virðist svo telja það eðlilegt að allt námsefni í Háskólanum skuli hreinsað af móðgandi umfjöllun um Vantrú og þá væntanlega líka Vísindakirkjuna, Múslima, Sjálfstæðisflokkinn og ASÍ.  Pólitískt rétt og pólitískt hreint, tær sannleikur án þess að móðga eina einustu sál í heiminum.  Afsakið notkun á gildishlöðnu orði (sál) – en við erum ekki pólitískt geldir hér á Kryppunni .

Vantrú virðist hinsvegar ekki telja sína starfsemi bundna af heiðursreglum pólitískrar rétthugsunar, þeir láta svívirðingarnar rigna yfir „óvini“ sína, hvort sem það er Kryppan, kristnir eða bara einhverjir aðrir sem voga sér að ógna kreddum safnaðarins. 

Siðanefndin virðist svo skipuð Vantrúarmönnum, eða einhverjum af þessum tugum aðdáenda safnaðarins, sem ekki greiða félagsgjöld en eru eins yxna unglingsstelpur utan í heitasta strákabandinu í plássinu, því hún tekur strax kúrsinn á að eyðileggja starfsferil Bjarna Randvers í akademíunni.  Nefndin samþykkir samstundis að hafa samband við Vantrúarsöfnuðinn, en ekki hinn kærða, sem veit ekkert af málinu meðan það gerjast vikum saman.

Þórður Harðarson [formaður siðanefndar] býður formanni Vantrúar, Reyni Harðarsyni, til fundar við sig á heimili sínu hinn 7. apríl 2010. Á innri vefnum greinir Reynir félögum sínum í Vantrú nákvæmlega frá klukkutíma löngum fundi sínum með Þórði og segir að hann hafi sagt sér að líkleg niðurstaða nefndarinnar verði að Bjarni hafi gerst brotlegur að því er fram kemur á innri vef Vantrúar. En þarna var ekki enn búið að hafa samband við Bjarna og ekki enn búið að afla gagna í málinu þótt rannsóknarskylda siðanefndarinnar sé rík. 

Siðanefndin sætir á síðari hluta málsins nokkurrar gagnrýni fyrir ófagleg vinnubrögð og þá segir formaður af sér, en hinir tveir meðlimir nefndarinnar sitja áfram og fá nú fleiri til liðs við sig.  Nýja nefndin virðist enn áköf í að komast að upphaflegri og að því virðist, fyrirframgefinni niðurstöðu.

Um haustið 2010 fær Bjarni óvænt í hendur útprentun af samræðum félagsmanna á innri vef Vantrúar þar sem það fæst staðfest að ekki aðeins hefur verið um skipulagða herferð af hálfu Vantrúar að ræða heldur einnig að fulltrúar siðanefndarinnar og fólk í stjórnsýslu háskólans hafa verið í nánum samskiptum við félagsmenn Vantrúar um að koma höggi á hann.

Á reykfylltum neðanjarðarvef Vantrúar eru safnaðargestir hlakkandi og telja sig hafa eitthvað hreðjatak á siðanefndinni:

Á innri vef Vantrúar skrifar Reynir Harðarson hinn 18. maí 2010: „Ef ný siðanefnd verður skipuð má segja að hún verði að komast að því að siðareglur hafi verið brotnar því annars er hún óbeint að dæma fyrri siðanefnd fyrir óheilindi og þóknast kvörturum innan HÍ. Við höfum því þumalskrúfurnar á henni …líka.“

Heilagt einelti – með bros á vör

Grein Barkar sýnir vel hvernig söfnuðurinn stóð þétt saman í að skipuleggja herferð gegn starfsheiðri stundakennaranns, og hvernig einnig var gefinn út aukaveiðiheimild á Stefán Einar Stefánsson viðskiptasiðfræðing, en hann virðist hafa legið vel við höggi.

Reynir skrifar strax: „Go for it. Megum ekki skilja svona plebba útundan í einelti okkar.“

En þegar umræðan úr byrgi Vantrúar lekur út með rafrænum hætti, þá hafnar Vantrú því „alfarið“ að um einelti af þeirra hálfu sé að ræða. 

Reynir Harðarson segir í bréfi til Siðanefndar HÍ 4. janúar 2011: „Ég hafna því alfarið að um einelti af okkar hálfu sé að ræða, hvað þá heilagt stríð… Þetta er hreinn þvættingur og meiðyrði.“

Slíka staðhæfingu þarf að setja í samhengi, kannski meinar hann þegar hann segir „einelti af okkar hálfu“ að „okkar“ sé kaffikannan sín sem hann kallar „okkar“, eða einhver álíka útúrsnúningur.  Það er raunar sama vörn og Matthías Ásgeirsson, annar æðstistrumpur úr miðstjórninni, notar til að afsaka óviðeigandi ummæli sín um annan söfnuð (presta þjóðkirkjunnar), sem hann kallar barnaníðinga.

…segir hann að í fyrsta lagi þurfi að skilja á milli þess hvenær menn eru sagðir kynferðislegir barnaníðingar og barnaníðingar hugans.

Svo fylgir fljótlega önnur réttlæting af svipuðum toga:

Aðspurður hvað honum finnist um það að samtökin hafi lýst yfir heilögu stríði gegn stundakennara í háskólanum, svarar hann strax: „Þú gerir þér grein fyrir því að tal um „heilagt stríð“ var djók – er það ekki? Það var hlæjandi broskarl og allt með athugasemdinni. Á að nota það gegn fólki að það slái á létta strengi í einkasamræðum?“

Í grunnskólum læra flestir eineltislistina.  Það byrjar venjulega á því að einhver „öðruvísi“ er sigtaður út og svo byrja strákarnir að grínast, og stelpurnar að baktala á reykfylltum skólagöngum.  Mikilvægt er að einangra fórnarlambið, því það er miklu skemmtilegra, broslegra, heldur en stríðsátök milli fylkinga.  Krakkarnir hafa gaman af þessu, allavega langflest í innsta hring, önnur þora ekki að taka afstöðu, vilja ekki „verða öðruvísi“, gefa færi á sér sem ný skotmörk.  Það er helst fórnarlambið sem er eitthvað að væla og með skeifu á vör.  Á netinu nota krakkarnir áreiðanlega marga broskalla í kring um kvikyndislegar athugasemdir um fórnarlömbin á mis-opnum spjallrásum og bloggsíðum.

Er það í lagi, bara ef það er skemmtilegt og hlaðið brosköllum?

Nei, einelti er ekki fallegt, ekki heldur hjá fullorðnu fólki.  Vantrú er orðljótur og að því virðist frekar illa innrættur söfnuður sem ætti að sýna fólki með aðrar skoðanir meira umburðarlyndi. 

 

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/12/04/heilagt_strid_vantruar/

http://www.visir.is/banntruarmenn/article/2011712059985

Ein athugasemd við “Glaðlegt einelti með bros á vör

  1. Ég skráði mig úr þjóðkirkjunni með hjálp þessa hóps þar sem ég trúi á sjálfan mig frekar en ýmindaðann mann, en það er ágætis boðskapur í kristninni. Vantrú var upphaflega stofnuð til að aðskilja ríki og kirkju og atast aðeins í prestum.
    En síðar meir með tímanum er komið í ljós að kjarninn sem er í þessum samtökum eru komnir langt út fyrir það sem ætlast var að gera í byrjun. Það sem ég hef séð þróast hjá þeim er trú á ríkið og allt sem að það gerir er rétt og satt. Það er aldrei litið á hina hliðina í málum t.d. 11 sept, bólusetningar, fjármálakerfið og fleira.
    Æðstistrumpurinn örvitinn hefur t.d. orðinn svo heltekinn af þessari trú að hann gat ekki sinnt vinnunni sinni þar sem hann var allan sinn tíma að reyna að finna „réttu“ hliðina á málunum og leiðrétta „vitleysuna“ sem skrifuð er á kryppuna.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s