Hvíttþvottaðir ávextir

Öryggi neytenda er japönskum stjórnvöldum greinilega ofarlega í huga.  Nú hafa þau skipað bændum á geislamenguðu svæðunum að hvíttþvotta ávaxtaplöntunarnar sínar til að „afgeisla“ þær.

Á ensku heitir þetta hreinsunarferli „decontamination“ og James Corbett sem skrifar Fukushima Update gerir grín að þessu með fyrirsögninni „Putting the „CON“ in decontamination“, og spilar þar með ensku sögnina „to con someone,“ en sú aðgerð er venjulega framkvæmd af „con-man“, svikahrappi.

Það er ekki alveg einfalt mál að hreinsa geislamengun úr umhverfinu, en bændurnir eiga að framkvæma þessa hreinsun sjálfir.  Að forskrift yfirvalda virðist það fara þannig fram að plönturnar eru háþrýstiþvegnar.  Sumstaðar sést segl undir svo hægt sé að hirða eitthvað af þvottavatninu í burtu, en á öðrum myndum eru plöntunar bara þvegnar en geislavirku agnirnar skolast niður í jarðveginn, ef þær nást þá á annað borð af með þessum hætti (ekki virðast neinar athuganir hafa verið gerðar á þessari hreinsiaðferð). 

Aumingja Japanirnir, þeir eru svo hlýðnir að þeir sitja bara kjurrir mitt á þrælmenguðum svæðum.  Borða matinn og verða veikir.  Sérstaklega er þetta vont fyrir börnin, en börn þola skemmdir á erfðaefninu verr en fullorðnir, auk þess sem dregur úr möguleikum þeirra til þess að eignast síðan heilbrigð börn.

Einn fjölmiðlamanna þeirra varð þekktur fyrir frasann „in short term“, en hann tuggði hann að því virtist í sífellu í því sambandi að til skemmri tíma væri skaðlaust að borða geislamengaðan mat.  Flestir voru svo barnalegir að halda að hann meinti þá að það væri allt í lagi að borða geislamengaðann mat til skemmri tíma.  En svo virðist sem hann hafi frekar meint að fólk dytti ekki strax dautt niður, heldur veiktist seinna.  Hans eigin skýring er a) hann sagði þetta bara 7 sinnum og b) að hann meinti að ef fólk borðaði kannski einu sinni eða tvisvar geislamengaðann mat, þá myndi það kannski sleppa óskaðað frá því.

http://fukushimaupdate.com/putting-the-con-in-decontamination/

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s