Stjóri hjá Goldman-Sachs segir banka vera mafíu

Nómí Prins er blaðamaður sem hefur gefið út bækur sem sýna á bak við tjöldin í banka og fjármálaheiminum, en þann heim þekkir Nómí vel, enda var hún í innsta hring Wall Street áður en hún gerðist uppljóstrari.

Nýjasta bók Nomi heitir Black Tuesday og kom út í haust, en hún hefur gefið út fjórar aðrar og skrifað fjölda greina.  Áður en hún gerðist uppljóstrari og blaðamaður, þá á Nomi starfsferil á Wall Street, var meðal annars framkvæmdastjóri hjá Goldman-Sachs og einnig stýrði hún alþjóðlegu greiningadeild Bear-Stern í London.

 Í viðtali RT við Nomi hér að neðan kemur fram að henni finnst bankaheimurinn líkjast mafíuheiminum, að bankar geti kúgað peninga (eða ríkisábyrgðir) út úr skattborgurum með hjálp ríkisstjórna, og að þeir nýti sér þessa vitneskju til að taka mun meiri áhættu, því þeir treysta á „aðgerðapakkana“.  Nú beita þeir hótunum og hræðsluáróðri til að hvetja til sístækkandi og endalausra nýrra aðgerðapakka, nýrra ábyrgða frá almenningi til að styðja botlaust rugl á afleiðumarkaðinum.

Þannig eru bankar eins og mafían, þeir selja „vernd gegn bankahruni“ og alveg eins og hjá gömlu mafíunni, þá felst verndin í því að þolendur borga mafíunni peninga til að vernda þá fyrir starfsemi mafíunnar.

Þegar hún er spurð út í hvort eitthvað sé til í sögum um klíkuskap Goldam-Sachs manna, þá tekur hún undir það, segir þó að það sé strákaklúbbur og að hún sé ekki strákur.  Hún skýrir hvernig menn þjappast saman í frímúraralegum bræðrasamfélögum í háskólum og svo fara þeir að vinna saman, og sumir fara svo til starfa hjá stjórnvöldum, eftir að þeir starfa hjá Goldman-Sachs, og trúnaður þessara manna er við hvern annan, ekki almenning eða skattborgara.

 

2 athugasemdir við “Stjóri hjá Goldman-Sachs segir banka vera mafíu

  1. Hún er ein af hundruðum sem hafa sömu sögu að segja, sem komast nú yfirleytt ekki í meginstraumsfjölmiðla og þ.a.l. meðal annars ekki hjá rúv. Það hafa nú nokkrir komið fram hjá rúv, en náttúrulega fljótir að hverfa af sjónarsviðinu, enda „bullukollar“ eins og þeir sem hafa gagnrýnt allar bólurnar harkalega. Vel á minnst. Frímúrarareglan, sem áhrifamennirnir eru flestir í, er fullkomin sía fyrir skíthæla. því meiri skíthæll, þess mun ofar í píramítan kemstu. Munurinn á þeim og Hells Angels er að Hells Angels níðast yfirleitt bara á sér líkum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s