Þýskum skattgreiðendum sendur reikningurinn

Þýskaland er eina landið í Evrópu sem getur bjargað evrusvæðinu og evrópusambandinu frá hamfarakreppu, segir pólski forsætisráðherrann á mánudag í ákafri áskorun sinni fyrir róttækari aðgerðum til að koma í veg fyrir hrun evrusamstarfsins og evrunnar.

Hvað merkir þetta svo?  „Það versta væri greiðslufall og að stöndug evrópuríki soguðust inn í kreppuna,“ segir fréttaþulur RÚV ánægjulega um málið.  En hvað merkir það, raunverulega?  Ef fjölmörg ríki í Evrópu verða gjaldþrota, þá þýðir það bara að lánadrottnar fá ekki greitt, þeir hafa lánað of mikið, verða að afskrifa. 

Heldur einhver að Frakkland hætti að framleiða rauðvín og landbúnaðarvörur?  Eða að Finnland hætti að höggva tré og framleiða Nokía síma?  Eða að Ísland hætti að veiða fisk?

Nei, ríkin halda áfram að vera til, fólkið heldur áfram að framleiða og þjóðirnar skiptast á vörum og þjónustu.  Kannski stirðnar sambandið milli einhverra ríkja, til dæmis milli Kína og Bandaríkjanna, ef bandarísku ríkisskuldabréfin verða til dæmis verðlaus áður en Núpó létt trixið breytir þeim í fasteignir og landareignir.  En í heildina held ég að ríkin geti risið upp eins og Lazarus af dánarbeði, laus við blóðsugurnar og léttari á sér.

Allt þetta væl um að hinir og þessir verði að axla ábyrgðir annarra, hvort sem það er íslenskur almenningur sem á að axla Icesave, eða þýskir skattgreiðendur sem eiga að skuldsetja sig upp í rjáfur til að reyna að bjarga öllum hinum, það er bara svikamylla til að koma öllum í skuldir og ánauð, rétt áður en fjármálakerfið er endurræst með nýjum heimsgjaldmiðli á vegum IMF eða annarra alþjóðabattería.

 


 

http://www.ft.com/intl/cms/s/0/d29da7fc-19ee-11e1-b9d7-00144feabdc0.html#axzz1f72I1bEX

Mynd CC akante1776

2 athugasemdir við “Þýskum skattgreiðendum sendur reikningurinn

  1. Flestar viðvaranir og spádómar forfeðranna (en þeir hafa sennilega verið kallaðir samsæriskenningasmiðir)hafa verið hunsaðar, með skelfilegum afleiðingum, sem eru að fara að bíta allverulega í rassinn á okkur. Það er hægt að lesa forskrift að flestu því, sem gerst hefur í gegnum tíðina, og því sem er væntanlegt,ef maður gefur sér smá tíma frá allri afþreingunni. Við eigum kannski skilið það sem koma skal?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s