Fartölvur pönka punginn


Versti staðurinn fyrir fartölvu – mynd CC ElvertBarnes

Grein argentískra vísindamanna sem birtist í læknisfræðitímaritinu „Fertility and Sterility“ greinir frá því hve hættulegar bylgjur frá  þráðlausum netum eru fyrir frjósemi karla og erfðaefni manna.

Vísindamennirnir settu sæðisskammta úr 29 heilbrigðum karlmönnum undir fartölvur og hófu svo niðurhal í gegn um þráðlausa netið.

Fjórum tímum síðar var sæðið vel steikt.

Fjórðungur sæðisfrumanna voru hreyfingarlausar, en 14 prósent voru hreyfingarlausar í samanburðarsýnum, sem geymd voru við sama hitastig en ekkert þráðlaust net.

Auk þess hafði DNA níu prósenta af sæðinu skaðast, en það var þrisvar sinnum meiri skaði en í samanburðarsýnunum.

Það er nú meira hvað við erum „óheppin“ þegar kemur að tækninni.  Það er bara eins og tíðni síma og þráðlausra neta hafi verið valin sérstaklega með tilliti til þess hvað myndi skaða okkur sem mest.  Sama má segja um stöðlun á matarplasti, af þúsundum plastafbrigða, þá var einmitt valið sú tegund sem lekur estrógen líkum sameindum út í matinn okkar, og ruglar öll okkar kerfi í ríminu. 

 

http://www.reuters.com/article/2011/11/29/us-laptop-sperm-idUSTRE7AR2FO20111129

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s